sem er megaflott íslenskun (ekki góð þýðing þó) á uppátækinu Critical Mass verður haldin á föstudaginn.
Allir sem vettlingi, hjóli, hjóla/línuskautum eða hjólabrettum geta valdið mæta í Glæsibæ fyrir klukkan 12 á hádegi á föstudaginn. Fréttatilkynning hér:
Keðjuverkun eða Critical Mass er viðburður sem vanalega er haldinn seinasta föstudag í hverjum mánuði í borgum og bæjum víðsvegar um heiminn þar sem reiðhjólafólk, og jafnvel hjólabretta-, hjólaskauta- og línuskautafólk fjölmenna göturnar.
Hver hefur sínar ástæður fyrir því að vera með en algengt er að fólk vilji vekja athygli á hjólum sem samgöngumáta í stað bíla og fá fleiri til að hjóla. Eða einfaldlega hjóla saman og skemmta sér í góðra vina hópi.
Fyrsta „keðjuverkunin“ á Íslandi verður haldin föstudaginn 29. júní kl. 12. Hjólað verður frá Glæsibæ að Ráðhúsinu um Laugaveg. Áætlunin er að halda atburðinn mánaðarlega.
Nýlegar athugasemdir