Sarpur fyrir 9. júní, 2007

Grallararnir

voru bara æði, ég vildi óska að ég hefði haft vídeókameru til að taka upp allavega 2 lög, mitt (gekk hörkuvel) og svo japanskt lag sem fylgdu mjög flottar hreyfingar. Búin að leggja inn beiðni um upptöku að utan, það verður meira að segja dansari með því (var ekki í kvöld).

Nú er bara spurningin, á maður að halda sér vakandi til klukkan þrjú, eða bara fara fljótlega að sofa?

frumflutningur

já, svei mér þá, ég er ekki búin að minnast einu orði á að það á að frumflytja lag eftir mig í dag, Gradualekórinn syngur verk við þennan texta sem sumir lesendur hér muna örugglega eftir. Tónleikar í Langholtskirkju klukkan 17.00, ókeypis inn en frjáls framlög vel þegin, ásamt því að hægt verður að kaupa glænýjan disk kórsins. Kórinn er æðislegur núna þannig að það er vel þess virði að kíkja á tónleika.

Þau fara svo til Slóveníu í nótt, þurfum að keyra Fífu í veg fyrir rútuna klukkan 3 (þvílíkur tími!)


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa