Sarpur fyrir 21. júní, 2007

litli gaur

fékk leyfi til að gista í bakhúsinu í nótt. Klukkan hálftólf (já, í kvöld) sáum við hann hlaupandi hér fyrir utan. Úff, maður!

enn einn

tengillinn. Um trúarbrögð í þetta sinnið.

grey unglingurinn

er að missa nær allan vinkonuhópinn fram úr sér, 3 bestu vinkonurnar eru að fara í undirbúningsbekkinn (blöndu af 10. bekk og 1. ári menntaskóla) í MR. Fífa situr eftir í 10. bekk ásamt 2 öðrum stelpum. Reyndar hefðu bæði hún og önnur þessara tveggja (sem er reyndar sú í bekknum sem fær hæstar einkunnir og hefur alltaf gert) getað farið með, en þær langar bara ekkert í MR.

Leiðinlegt samt að hópnum sé splittað svona upp, frábær grúppa.

kannski maður

setji nú eitthvað hér annað en tengla.

Fórum og sóttum um nýjan passa fyrir Fífu í stað þess týnda (jú varð að setja allavega einn tengil). Kærðum stuldinn á hjólinu í leiðinni, þýðir ekkert að tala við tryggingafélagið fyrr en eftir svona mánuð, sögðu þau mér hjá lögreglunni. Súrt fyrir Freyju að vera hjóllaus í mánuð.

Veit svo sem ekkert hvort eitthvað af viti kemur út úr tryggingunum, sjálfsagt einhver sjálfsábyrgð og þannig. Gerir ekkert til að athuga það, samt.

þetta er góð viðvörun

skoðið hér

og þetta

hér er ekki fyrir viðkvæma. Ekki lesa ef þið eruð að borða; alls ekki ef þið eruð að borða pizzu…

úrkynjun

ég get ekki að því gert að þetta þykir mér úrkynjun. Hvað er eiginlega að?


bland í poka

teljari

  • 375.561 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa