Sarpur fyrir 11. júní, 2007

köttsa

ekki er þetta nú besta eða fyndnasta (já, né best lýsta) vídeó af ketti í heimi. Enda bara tilraun, ég var að skrá mig á DailyMotion og henti inn þessari upptöku af sofandi kettinum. Bear with me.

sumarblómaleiðangur

í gær var farið í Gróðrarstöðina Mörk, í stað Blómavals. Sáum ekki eftir því, frábært úrval og flottar plöntur. Potuðum niður slatta en eigum eftir að fara allavega eina ferð.

Steinhæðin
Hér er litla steinhæðin sem við bættum í garðinn fyrir nokkrum árum.

hálftunnublómapottur
og hér eru blóm og kryddjurtir við innganginn sunnan megin.

spurning um

að átta sig á að þegar maður flytur sig um menningarsvæði verður maður aðeins að skipta um hugsunarhátt.

Þetta er einmitt hættan við of mikið soft-hearted dæmi um að allir verði bara að fá að halda öllum sínum siðum. Ég veit að það er alls ekki sambærilegt, en þegar við fluttum um tíma til Danmerkur gerðum við í því að leigja hjá Dönum og detta ekki í einhverja Íslendingamafíu. Það er nefnilega ekki bara þjóðin sem tekur við sem hefur skyldur, það kann aldrei góðri lukku að stýra þegar annar tveggja aðila hefur bara skyldur og hinn bara réttindi.

Ég hef af þessum sökum aldrei verið alveg sátt við barnasáttmála SÞ, þar eru nefnilega bara tekin fram réttindi barna en ekki þeirra skyldur, að standa sig og haga sér skikkanlega í skóla og leggja sig fram. Stór hluti af agavandamáli nútímans, að mínu mati. Og skjótið mig nú…


bland í poka

teljari

  • 375.561 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa