endurnýjun

heilmikil endurnýjun í skírteinum fjölskyldunnar. Við Jón Lárus fengum okkur bæði ný ökuskírteini, vorum bara með þessi gömlu stóru (Jón meira að segja með skírteini sem var runnið út á pappírnum, ekki gott að þurfa að útskýra að: Víst sé þetta í gildi, fyrir ítölskum lögregluþjónum). Fór svo að skoða skírteinið mitt nýja og sá að ég er með réttindi til að keyra upp að 7,5 tonna trukk og ef ég hef tengivagn má sameinuð þyngd vera upp að 12 tonnum. Magnað. Má líka keyra rútu með upp að 16 farþegum en ekki taka gjald.

Svo fórum við í gærmorgun að endurnýja passann hennar Fífu, eins og ég hef sagt frá. Jújú, pöntuðum enga hraðmeðferð eða neitt, átti að taka 10 virka daga.

Getið þið nú hvað datt inn um bréfalúguna í dag? Engin verðlaun fyrir rétt svar.

0 Responses to “endurnýjun”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.341 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: