Sarpur fyrir júní, 2007



grey unglingurinn

er að missa nær allan vinkonuhópinn fram úr sér, 3 bestu vinkonurnar eru að fara í undirbúningsbekkinn (blöndu af 10. bekk og 1. ári menntaskóla) í MR. Fífa situr eftir í 10. bekk ásamt 2 öðrum stelpum. Reyndar hefðu bæði hún og önnur þessara tveggja (sem er reyndar sú í bekknum sem fær hæstar einkunnir og hefur alltaf gert) getað farið með, en þær langar bara ekkert í MR.

Leiðinlegt samt að hópnum sé splittað svona upp, frábær grúppa.

kannski maður

setji nú eitthvað hér annað en tengla.

Fórum og sóttum um nýjan passa fyrir Fífu í stað þess týnda (jú varð að setja allavega einn tengil). Kærðum stuldinn á hjólinu í leiðinni, þýðir ekkert að tala við tryggingafélagið fyrr en eftir svona mánuð, sögðu þau mér hjá lögreglunni. Súrt fyrir Freyju að vera hjóllaus í mánuð.

Veit svo sem ekkert hvort eitthvað af viti kemur út úr tryggingunum, sjálfsagt einhver sjálfsábyrgð og þannig. Gerir ekkert til að athuga það, samt.

þetta er góð viðvörun

skoðið hér

og þetta

hér er ekki fyrir viðkvæma. Ekki lesa ef þið eruð að borða; alls ekki ef þið eruð að borða pizzu…

úrkynjun

ég get ekki að því gert að þetta þykir mér úrkynjun. Hvað er eiginlega að?

í gær

var dagurinn sem ég hefði átt að birta eftirfarandi:

THANK A FEMINIST

If you are female and

… you can vote, thank a feminist.
… you get paid as much as men doing the same job, thank a feminist.
… you went to college instead of being expected to quit after high school so your brothers could go because „You’ll just get married anyway,“ thank a feminist.
… you can apply for any job, not just „women’s work,“ thank a feminist.
… you can get or give birth control information without going to jail, thank a feminist.
… your doctor, lawyer, pastor, judge or legislator is a woman, thank a feminist.
… you play an organized sport, thank a feminist.
… you can wear slacks without being excommunicated from your church or run out of town, thank a feminist.
… your boss isn’t allowed to pressure you to sleep with him, thank a feminist.
… you get raped and the trial isn’t about your hemline or your previous boyfriends, thank a feminist.
… you start a small business and can get a loan using only your name and credit history, thank a feminist.
… you are on trial and are allowed to testify in your own defense, thank a feminist.
… you own property that is solely yours, thank a feminist.
… you have the right to your own salary even if you are married or have a male relative, thank a feminist.
… you get custody of your children following divorce or separation, thank a feminist.
… you get a voice in the raising and care of your children instead of them being completely controlled by the husband/father, thank a feminist.
… your husband beats you and it is illegal and the police stop him instead of lecturing you on better wifely behavior, thank a feminist.
… you are granted a degree after attending college instead of a certificate of completion, thank a feminist.
… you can breast feed your baby discreetly in a public place and not be arrested, thank a feminist.
… you marry and your civil human rights do not disappear into your husband’s rights, thank a feminist.
… you have the right to refuse sex with a diseased husband [or just „husband“], thank a feminist.
… you have the right to keep your medical records confidential from the men in your family, thank a feminist.
… you have the right to read the books you want, thank a feminist.
… you can testify in court about crimes or wrongs your husband has committed, thank a feminist.
… you can choose to be a mother or not a mother in your own time not at the dictates of a husband or rapist, thank a feminist.
… you can look forward to a lifespan of 80 years instead of dying in your 20s from unlimited childbirth, thank a feminist.
… you can see yourself as a full, adult human being instead of a minor who needs to be controlled by a man, thank a feminist.

— Author unknown

skyldulesning

lesið þetta.

hitt og þetta

komst í verk í dag, rukkaði Sinfó fyrir kórinn, náði í tösku kórfélaga, ljósritaði eitt verk, skilaði nótunum til tónskáldsins, gáði í óskilamunadeild lögreglunnar að hjólinu (ekkert grænt barnahjól fundist síðan um helgi), fór í Íbúðalánasjóð bara til að láta segja mér að skuldabréfin mín tvö (sem við borguðum upp um daginn) liggi í bunka hjá sýslumanni, fór í Þjóðskrá til að færa lögheimili kórsins, þar sagt að slíkt gerist hjá Fyrirtækjaskrá, ég þangað (með viðkomu í Nóatúni hvar ég kom tösku kórfélaga til skila), hefði þurft að skila samþykktum kórsins með breytingum, þar sem ég var að flytja hann allaleið frá Garðabæ (úff!), þær að sjálfsögðu löngu týndar, hún bauðst til að prenta þær út, ekkert í tölvunni og afskaplega djúpt á því hjá Fyrirtækjaskrá þannig að hún tók þetta bara án samþykkta.

Heima smástund.

Þá með yngri dóttur í klippingu, borgaði og skildi hana eftir, heim, náði í eldri dótturina, með hana til að endurnýja passann, tókst ekki alveg þar sem við foreldrarnir þurfum bæði að skrifa undir, náði í eyðublað til að kæra stuld á hjóli.

Heim. Tölvusett eitt stykki verk eftir Jón Nordal. Jamm. Tekið við pakka með geisladiski frá Amazon, verið að keyra inn í tölvuna á skrifandi stundu.

Ég er ekki viss um að ég nenni að gera margt fleira í dag. Mögulega horfa á Spooks í kvöld.

útréttingar

svona 117 útréttingaverkefni í dag. Búin með rúmlega helminginn. Engan tíma til að blogga. Kannski í kvöld…

þessa miða

hér mætti nota víða.

og nú

er nýja uppsetningin mætt aftur á svæðið. Hmmm. Tölvan var óhemju lengi að ræsast, eins og hún gæti ekki ákveðið hvert hún ætlaði.

Ef einhver gúrú er þarna úti sem hefur hugmynd um hvernig ég næ í gamla settuppið mitt…

ahh hvað

það var gott að fá unglinginn heim! Náttúrlega fataði sig gersamlega upp í ferðinni, ég sé ekki fram á að þurfa að kaupa föt handa henni næsta árið…

hún

Kata verður stúdent í dag, frá MA. Til hamingju…

gleðilegan

sautjándajúní, allir.

var búin að hugsa

hmm klikkaði á því að spyrja hann litlabróður (já, hann er á moggabloggi, sorglegt en satt), að því hvernig stæði á því að á venjulegu fimmtudagskvöldi væru þau að drekka svona fínt kampavín.

Að manni dytti í hug að líklegast væri það frekar þetta

við, vínsnobbarar, neeeeiiii!?

uppsetning tölvunnar

læknaðist af sjálfu sér. Óhemju undarlegt, reyndar, ég var margbúin að endurræsa og alltaf opnaðist nýja setupið. Þar til ég þurfti að slökkva á tölvunni í um klukkutíma meðan Jón Lárus var að eiga við rafmagnið hér á hæðinni. Kveikti á tölvunni og hún ræsti sig upp í gömlu stillingunum. Nú þori ég aldrei aftur að slökkva á tölvunni…

ekki var

hlaupahjólið fyrr fundið en það er búið að stela hjóli yngri heimasætunnar. Ekki að hún hafi skilið það eftir ólæst úti á víðavangi: nei, það var farið inn í garð og klippt á lásinn. Lögregluþjónninn vildi ekki taka við kæru strax, sagði að við ættum að byrja á því að skima eftir hjólinu í húsasundum o.þ.l. og fara síðan í óskilamunadeildina og sjá hvort við sæjum hjólið, eftir helgi. Vonandi finnst það.

Ofan á allt saman var ég svo að hræra í tölvunni og fékk meira að segja hjálp til að klúðra uppsetningunni. Urrrrrr.

úff hvað ég hlakka

gífurlega til þess að fá unglinginn heim á morgun.

Litla systir ekki alveg eins, enda er hún búin að hafa herbergi þeirrar eldri á meðan.  En hún hlakkar nú samt líka til.  Tómlegt hér, unglingslaus.

jei!

hlaupahjól gutta fundið.  Því hafði verið kippt inn í bakhúsið, eins og við vorum að vona.  Hjúkkitt.

lolloppa

lolloppa


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa