Sarpur fyrir 26. júní, 2007

shrek III

fjölskylduferð í Laugarásbíó í kvöld, ákveðið að fara á íslensku talsetninguna, ekki fyrir börnin (þau skilja enskuna dável) heldur til að hlusta á fagran söng Mjallhvítar. Hann var flottur. Myndin svona lala, sérstaklega fyrir hlé, þéttari eftir hlé. Ekki sannfærð um að Shrek IV sé góð hugmynd, aðeins byrjað að vinda stein hérna.

Í hléi urðum við hins vegar fyrir skelfilegri árás á hljóðhimnurnar. Hvað á nú eiginlega að þýða að vera með syrpu af Bó? Til að allir hlaupi fram og kaupi sér meira nammi?


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa