shrek III

fjölskylduferð í Laugarásbíó í kvöld, ákveðið að fara á íslensku talsetninguna, ekki fyrir börnin (þau skilja enskuna dável) heldur til að hlusta á fagran söng Mjallhvítar. Hann var flottur. Myndin svona lala, sérstaklega fyrir hlé, þéttari eftir hlé. Ekki sannfærð um að Shrek IV sé góð hugmynd, aðeins byrjað að vinda stein hérna.

Í hléi urðum við hins vegar fyrir skelfilegri árás á hljóðhimnurnar. Hvað á nú eiginlega að þýða að vera með syrpu af Bó? Til að allir hlaupi fram og kaupi sér meira nammi?

16 Responses to “shrek III”


 1. 1 vælan 2007-06-26 kl. 22:46

  😀

  það á víst ekki að koma shrek 4.. heyrði það einhverstaðar.

 2. 2 Jón Lárus 2007-06-26 kl. 23:27

  Og við sem borguðum okkur inn og allt…

 3. 4 tonskald 2007-06-27 kl. 00:02

  Er Hallveig að syngja? Þá verður maður að fara og sjá hana á báðum málum greinilega 😀

 4. 5 hildigunnur 2007-06-27 kl. 00:09

  þokkalega, skoh!

 5. 6 Hafdís 2007-06-27 kl. 09:41

  Vá, forvitnilegt! Ég sem var ekkert að spá í að fara í bíó, en mér finnst alltaf svo æðislegt að heyra Hallveigu syngja 🙂 .

  Hahhahha, Bó notaður til að fæla fólk fram að kaupa nammi! Snilld 😀 !

 6. 7 Syngibjörg 2007-06-27 kl. 10:59

  Var einmitt að spá í þessa rödd um daginn þegar ég sat og horfði á myndina með dóttur minni og vinkonu hennar. Nú kemur allt heim og saman.
  Já og ég er sammála að það er ekki góð hungmynd að gera 4ðu myndina – váá – lengi má þá kreista góða hugmynd til síðasta dropa.

 7. 8 baun 2007-06-27 kl. 11:37

  Bó! ég hefði hlaupið argandi út…

 8. 9 Kristín 2007-06-27 kl. 12:23

  Frábært, ég fer með börnin á Shrek á íslensku, átti einmitt eftir að sjá hana sjálf, þau búin að sjá hana á frönsku.
  Og ef Bó er spilaður í hléi get ég dansað og haft okkur að fíflum. I LOVE BO!

 9. 10 baun 2007-06-27 kl. 16:18

  Kristín þó! Bó!

 10. 11 anna þorvalds. 2007-06-27 kl. 16:51

  Maður verður augljóslega að sjá og heyra þetta 🙂

 11. 12 Kristín Á 2007-06-27 kl. 17:37

  Var hún sem sagt ekkert sérstök? Mig hefur einmitt grunað það, svona miðað við auglýsingarnar.

 12. 13 hildigunnur 2007-06-27 kl. 17:42

  nei, æ, svo voru líka leiðinda móralskar prédikanir í henni. Óþolandi þegar er verið að troða slíku í barnaefni.

 13. 14 Guðlaug Hestnes 2007-06-27 kl. 23:11

  Hef ekki séð myndina, en síðasta lag fyrir fréttir í dag var fallegt. Takk fyrir.

 14. 15 vælan 2007-06-28 kl. 08:05

  ó.. well, þá hefur þetta sem ég las bara verið eitthvað tjsaftæði! en það var gaman að syngja í þessu, ég þurfti að herma eftir forveranum og hugmyndin er auðvitað sú að þetta hljómi eins og eldgömlu disney myndirnar.. svona nett kellingalega 😀

  þannig að ég myndi nú kannski ekki beint nota þetta sem audition tape.. gefur kannski ekki ALVEG rétta mynd af röddinni 😀

 15. 16 hildigunnur 2007-06-28 kl. 08:20

  hahaha 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.416 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: