Sarpur fyrir 19. júní, 2007

hitt og þetta

komst í verk í dag, rukkaði Sinfó fyrir kórinn, náði í tösku kórfélaga, ljósritaði eitt verk, skilaði nótunum til tónskáldsins, gáði í óskilamunadeild lögreglunnar að hjólinu (ekkert grænt barnahjól fundist síðan um helgi), fór í Íbúðalánasjóð bara til að láta segja mér að skuldabréfin mín tvö (sem við borguðum upp um daginn) liggi í bunka hjá sýslumanni, fór í Þjóðskrá til að færa lögheimili kórsins, þar sagt að slíkt gerist hjá Fyrirtækjaskrá, ég þangað (með viðkomu í Nóatúni hvar ég kom tösku kórfélaga til skila), hefði þurft að skila samþykktum kórsins með breytingum, þar sem ég var að flytja hann allaleið frá Garðabæ (úff!), þær að sjálfsögðu löngu týndar, hún bauðst til að prenta þær út, ekkert í tölvunni og afskaplega djúpt á því hjá Fyrirtækjaskrá þannig að hún tók þetta bara án samþykkta.

Heima smástund.

Þá með yngri dóttur í klippingu, borgaði og skildi hana eftir, heim, náði í eldri dótturina, með hana til að endurnýja passann, tókst ekki alveg þar sem við foreldrarnir þurfum bæði að skrifa undir, náði í eyðublað til að kæra stuld á hjóli.

Heim. Tölvusett eitt stykki verk eftir Jón Nordal. Jamm. Tekið við pakka með geisladiski frá Amazon, verið að keyra inn í tölvuna á skrifandi stundu.

Ég er ekki viss um að ég nenni að gera margt fleira í dag. Mögulega horfa á Spooks í kvöld.

útréttingar

svona 117 útréttingaverkefni í dag. Búin með rúmlega helminginn. Engan tíma til að blogga. Kannski í kvöld…


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa