Sarpur fyrir 16. júní, 2007

uppsetning tölvunnar

læknaðist af sjálfu sér. Óhemju undarlegt, reyndar, ég var margbúin að endurræsa og alltaf opnaðist nýja setupið. Þar til ég þurfti að slökkva á tölvunni í um klukkutíma meðan Jón Lárus var að eiga við rafmagnið hér á hæðinni. Kveikti á tölvunni og hún ræsti sig upp í gömlu stillingunum. Nú þori ég aldrei aftur að slökkva á tölvunni…

ekki var

hlaupahjólið fyrr fundið en það er búið að stela hjóli yngri heimasætunnar. Ekki að hún hafi skilið það eftir ólæst úti á víðavangi: nei, það var farið inn í garð og klippt á lásinn. Lögregluþjónninn vildi ekki taka við kæru strax, sagði að við ættum að byrja á því að skima eftir hjólinu í húsasundum o.þ.l. og fara síðan í óskilamunadeildina og sjá hvort við sæjum hjólið, eftir helgi. Vonandi finnst það.

Ofan á allt saman var ég svo að hræra í tölvunni og fékk meira að segja hjálp til að klúðra uppsetningunni. Urrrrrr.

úff hvað ég hlakka

gífurlega til þess að fá unglinginn heim á morgun.

Litla systir ekki alveg eins, enda er hún búin að hafa herbergi þeirrar eldri á meðan.  En hún hlakkar nú samt líka til.  Tómlegt hér, unglingslaus.


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa