Var að fá bréf frá stjórnarmanni í foreldrafélagi Austurbæjarskóla. Líst lítið á blikuna.
Málið er að nú á að fara að sprengja fyrir bílakjallara við Iðnskólann, ásamt því að stækka skólann. Jú, það vantar bílastæði og meira húsnæði. Skiljanlegt.
Ætli maður þyldi ekki sprengingarnar og lætin á meðan, hundleiðinlegt ástand á holtinu en tímabundið. Hins vegar líst okkur afleitlega á að samkvæmt deiliskipulagstillögu á innkeyrsla í bílakjallarann að vera um Vitastíg, milli Austurbæjarskóla og leikskólans Óss. Tek ég hér beint upp úr bréfinu:
„Þeir sem koma akandi með börn sín í skólann og setja þau úr á horni Vitastígs og Bergþórugötu til að nota Vitastígsinngang skólans, vita hvaða öngþveiti getur myndast þarna á horninu um áttaleytið á morgnana. Það er engin leið að ímynda sér glundroðann og slysahættuna ef 130 bílar til viðbótar eiga erindi um þessi gatnamót á sama tíma og misvel vöknuð börn eru að mæta í skólann á dimmum vetrarmorgnum“.
Þetta er náttúrlega bara svo arfavitlaust að nær ekki nokkurri átt.
Skoðið krækjuna hér.
Fylgist með hér á síðunni, ég á örugglega eftir að auglýsa undirskriftalista á móti…
Nýlegar athugasemdir