Archive for the 'kötturinn' Category

síðan já

á ég bloggsíðu? og er hennar saknað? Af öðrum en mér? (komment vel þegin eftir þessa smjaðursbeiðni – sem kemur reyndar til vegna komments við síðustu færslu).

Jújú, ég er á lífi, líka utan við facebook. Fór til Svíaríkis um daginn á stóra tónlistarhátíð, ferðasagan er ekki alveg fullskrifuð en í hinni tölvunni, kannski næ ég fljótlega að færa hana yfir í þessa og þá gætu alveg fjórar færslur litið dagsins ljós.

Þangað til, köttur:

 

Makindi

botnfraus

hjá mér tölvan áðan, kisa settist á lyklaborðið og sat þar örugglega í mínútu, þegar ég kom aftur hreyfðist hvorki mús né skrifaðist af lyklaborði.

Kannski hún ætti frekar að heita Morri en Loppa?

óvenjulegur kattamatur

Sérfæði kisu kláraðist um helgina, hún er með smá nýrnasteina og verður að vera á einhverju urinary fæði, nema hvað ég hélt að Dagfinnur væri með opið fyrir hádegi á laugardögum og ég næði að fara að kaupa poka handa henni. Það reyndist ekki vera svo við fórum bara út í Dreka og keyptum dós af venjulegum kattamat handa henni.

Nema hvað, Finnur fann ekki dósina inni í ísskáp í gærmorgun og vissi ekkert hvað hann ætti að gefa kisu. Hugsaði, mjög lógískt, hvað myndi ég fá mér ef ég væri svangur. Jú, rúsínur.

Fífa rak svo augun í rúsínur í dallinum hennar í gærkvöldi. Fjölskyldan argaði af hlátri – Finnur sem betur fer hló með okkur. Ég var einmitt í símanum við mömmu að hjálpa henni smá með tölvuvesen, hún náttúrlega skildi ekkert í því að ég skyldi skella svona upp úr.

Veit nú ekki hvort kisa át mikið af rúsínum en – tja hún hefur allavega farið vel með úrganginn…

ekki er nú hún

Loppa neitt nálægt þessum:

eftir beiðni

þá koma hér tvær myndir af Loppu á einum af uppáhaldsstöðunum sínum:

Þarna situr hún oft meðan ég er að vinna, rétt við hliðina á mér. Það er að segja þegar hún reynir ekki að leggjast ofan á hendurnar á mér á lyklaborðinu eða hlamma sér á hljómborðið.

ain’t that the truth?

ekki að ég myndi vilja skipta Loppu út fyrir einhvern hund…

kettir…

„Are Cats Smart?“

In the animal kingdom, the cat’s IQ is surpassed only by monkeys and chimps. Cats think and adapt to changing circumstances and learn by observation, imitation, and trial and error.

Interestingly, cats seem to learn more quickly from their own mothers than from examples set by unrelated cats, but imitate humans. They have been shown to exhibit greater problem solving abilities than dogs.

Tests conducted by the University of Michigan and the Department of Animal Behavior at the American Museum of Natural History have concluded that while canine memory lasts no more than 5 minutes, a cat’s recall can last as long as 16 hours, exceeding even that of monkeys and orangutans.

(Loppu gekk nú reyndar ekkert sérlega vel með púslið, samt…)

kötturinn er ódýr

í rekstri þessa dagana, þegar er svona hlýtt úti þarf hún ekki nema brot af matnum sem hún er vön að vilja. Kemur ekki vælandi til manns á morgnana til að reka á fætur og gefa, liggur jafnvel bara kyrr í stólnum þar sem hún sefur, þó við séum komin upp.

Maður ætti kannski að taka hana sér til fyrirmyndar og hætta að borða…?

setti nú bara

pillurnar hennar kisu í matinn hennar í morgun og hún át þær. Þrátt fyrir að dýralæknirinn hafi sagt mér að gera það ekki þannig. Legg þennan bardaga hvorki á okkur né hana í nein tuttugu skipti, neitakk!

kisuræfillinn

hún hatar að fara til dýralæknis, fór með hana þangað í dag til að tékka á þessu inkontinens dæmi í greyinu, væntanlega með væga sýkingu. Titraði og skalf, hundræfill í búri vælandi þarna líka, ekki róaðist hún við það, fékk tvær sprautur og heim með sér tvenns konar lyf og nýtt fóður.

Lyfin, já, þarf að taka eina og hálfa litla pillu, tvisvar á dag. Gáfum henni fyrsta skammt núna í kvöld. Þurfti þrjá til. Ekki auðvelt. Tíu daga skammtur. Úff!

vona að hún móðgist ekki svo illilega við okkur að hún hlaupi að heiman. Ætluðum að gefa henni verðlaun, eina rækju, eftir pillurnar en auðvitað var ræfillinn orðin svo æst og pirruð og hrædd að hún leit ekki við henni. Át samt rækjuna síðar, úr dallinum sínum.

Vona virkilega að greyið átti sig á því að þetta er ekki svona svakalegt, ég hlakka engan veginn til að berjast svona við hana í 19 skipti til…

kötturinn

jánei, engin sæt saga núna, af og til virðist hún ekki ná alveg út að pissa, stöku sinnum smá kattahlandslykt sérstaklega í sjónvarpsherberginu. Ekki hlæjandi að því, ætli sé til minirin fyrir ketti?

Nema hvað, eitt svona tilvik í gær. Jón Lárus kom inn, fann kattahlandslykt og spurði náttúrlega: Hver hellti niður öllu þessu sauvignon blanc?

svangur köttur?

köttur og áramótatré

leyndarmál kattanna

Skoðið fyrst þetta jútjúbmyndband og síðan þetta í beinu framhaldi. Mjá!

annars held ég að ég sé að breytast í kött

ég mala, allavega…

kesa

já eða kisa er komin til mín aftur, sama stelling á mér og í gær nema nú er mér ekki kalt. Nú liggur hún ekki ofan á tánum heldur svona 30 cm frá.

Magnað.

kalt á tánum

Var fulllengi uppi í dag (undir áhrifum hálfu töflunnar), kom niður og ætlaði ekki að ná í mig hita. Búin að reyna allan fjárann, heitt kakó, teppi, ullarsokka, á ekki hitapoka. Nema hvað, sest upp í rúminu með tölvuna hennar Fífu. Kemur þá ekki Loppa, þessi elska og leggst beint á tærnar á mér og er búin að liggja þar síðan (í svona klukkutíma, myndi ég halda)

Ekki hef ég hugmynd um hvernig hún fór að því að finna þetta á sér (já, örugglega tilviljun, en hún hefur aldrei legið svona áður…)

Og nú er mér heitt. Takk, kisa.

ég er að hugsa um að tala ekkert um

nýjan borgarstjórnarmeirihluta. Neibb.

Hins vegar dreymdi mig að kötturinn kynni að tala og ekki nóg með það bað hún mig um gleraugu, hún sæi ekki nógu vel…

ætli kötturinn týnist núna?

síðustu tvö skipti sem hún hvarf var einmitt svona veður. Ekkert allt of kalt en hellings rok. Hmm, kannski var úrkoma…

kötturinn

lék Garfield í morgun.

Henni er gefið þrisvar á dag, á morgnana, í hádeginu og kvöldin, svona sirka á okkar matartímum. Ekki aukabiti á kvöldin eða milli mála, þó hún væli. Sættir sig yfirleitt bara alveg við það.

Nema hvað, venjulega á morgnana gefur sá sem fyrstur kemur upp henni mat í dallinn. Yfirleitt er það önnurhvor stelpnanna sem eru fyrstar upp.

Fífa kom svo frekar snemma upp í morgun, eiginlega bara til að ná sér í handklæði til að fara í sturtu. Kisa náttúrlega býst við að fá morgunmatinn sinn, en þegar Fífa gerir sig ekki neitt líklega til að gefa henni, verður hún þetta litla fúl. Reynir fyrst að veiða Fífu niður um handriðið á stiganum, ekkert virkar. Hleypur þá á eftir henni niður og slengir í hana loppu og bítur létt í fótinn á henni.

Ekkert verið að láta mann komast upp með neitt, hér…

þá er kötturinn

orðinn örmerktur og skráður, sem sagt loksins löglegur. Trassaskapur að vera ekki búinn að þessu fyrr.


bland í poka

teljari

  • 373.922 heimsóknir

dagatal

janúar 2022
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa