stráksi fer í klippingu á morgun og fær brodda, í fyrsta skipti. Hvín í honum: Mamma, fæ ég shortcut?
Sarpur fyrir 13. júní, 2007
að öllum líkindum búið að stela hlaupahjólinu hans Finns. Grrr. Verður að fara að reyna að passa upp á dótið sitt. Skildi það eftir framan við hús hjá vini sínum, þar styttir andskotinn og amma hans sér iðulega leið, og nú horfið. Smá glæta að þau hafi kippt dótinu inn hjá sér (enginn heima þar núna), en finnst það ólíklegt. Árans!
eða reyndar starfsmaður hagstofunnar hringdi í mig í gærkvöldi, ég held ég hafi sirkabát bjargað kvöldinu hjá honum. Var búið að biðja mig að taka þátt í vinnutímakönnun einhverri hjá þeim. Datt ekki annað í hug en að segja já og fór eiginlega bara að hlakka til (eins og það er nú yfirleitt ekki sérlega skemmtilegt að svara svona símaspurningalistum)
Eins og lesendur hér vita líklega nú þegar, er vinnusitúasjón mín langt frá því að vera einföld 9-5 vinna á einum stað. Kennandi í þremur mismunandi skólum, semjandi músík á ólíklegustu tímum sólarhrings, syngjandi út um allt. Þurfti að rifja upp hvað og hvenær ég hafði verið að vinna í síðustu viku, hvað lengi í hverju, ákveða mig hvað væri aðalstarf mitt og hvað auka (tónsmíðar – kennsla – söngur í þessari röð, en það passaði náttúrlega alls ekki í síðustu viku, þar sem kennslan er búin og ég var mikið meira að syngja en semja)
Hlógum að minnsta kosti helling, og ég braut pottþétt upp vinnukvöldið hjá stráknum.
Nýlegar athugasemdir