móótmæææl

bílaröðin endalaus hér á Sæbrautinni, mér líst bara ansi hreint vel á þetta. Mikið að Íslendingar rísa upp á afturlappirnar og láta ekki vaða yfir sig á skítugum skónum.

Hins vegar frekar erfitt að halda uppi tónheyrnartíma hér á Sölvhólsgötunni fyrir bílflauti. Meira að segja einn bátur sem sigldi framhjá og flautaði með, enda er olían á þá nú ekki ódýr heldur.

Mig langar að labba niður í bæ á eftir og sjá flotann…

5 Responses to “móótmæææl”


 1. 1 Finnbogi 2008-04-1 kl. 17:03

  Nema hvað þessi mótmæli vörubílstjóranna eru algjörlega á misskilningi byggð. Ég sé enga ástæðu fyrir ríkið til að lækka eldsneytisgjaldið þótt heimsmarkaðsverð á olíu hækki – það er ekki eins og trukkarnir slíti þjóðvegunum minna þótt þeir keyri á olíu sem er dýrari í innkaupum.

  Hitt er aftur annað mál að Íslendingar mættu vera duglegri að mótmæla alls konar vitleysu – mér finnst þetta bara ekki sérlega gott dæmi.

 2. 2 hildigunnur 2008-04-1 kl. 17:14

  Þetta eru reyndar alls ekki eingöngu trukkarnir, 4×4 var með þetta. Svo sem sammála með að þetta er ekkert það sem skiptir mestu máli. Reyndar er ekki verið að tala um að ríkið taki á sig hækkunina með lækkuðum gjöldum, heldur að þeir hækki ekki hlutfallslega með, gæti bara tekið sirka sama gjald og áður.

  En annars sammála, þetta er ekkert það sem er mest áríðandi, en ég er samt mjög ánægð með að fólk virðist vera að vakna aðeins til vitundar og láta ekki allt yfir sig ganga.

  Svo eru víst bara slagsmál og læti niðri í bæ…

 3. 3 Þóra Marteins 2008-04-1 kl. 23:27

  Þeir keyrðu líka Kringlumýrarbrautina í langri röð og lágu á flautunni allan tímann. Gafst upp og leyfði Suzukibörnunum mínum að fara út í glugga og skoða. Það var ekki séns að kenna hvort eð er fyrir hávaðanum….

 4. 4 ella 2008-04-2 kl. 07:48

  Hækkandi eldsneytisverð skiptir ofboðslega miklu máli í dreifbýlinu. Fer að jaðra við stofufangelsi. Við höfum ekki tök á að labba eða taka strætó í vinnu, til læknis, eða í verslanir.

 5. 5 hildigunnur 2008-04-2 kl. 09:19

  Ella, akkúrat, allavega þar sem fólk býr langt frá vinnu sinni. Í minni bæjarfélögum úti á landi kannski síður, að minnsta kosti talar bróðir minn oft um lúxusinn að geta gengið allt sem hann þarf, og ekki síður – ekki þarf að skutla börnunum í tómstundir og skóla.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 374.140 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: