Sarpur fyrir 11. apríl, 2008

jæja, þá er það

Útsvarið í kvöld, Fljótsdalshérað keppir við Reykjavík. Win-win situation sagði bróðir minn, keppandinn, við mig í símann, en klárt að við höldum með Fljótsdalshéraði en ekki Reykjavík (þó Reykjavíkurliðið sé náttúrlega bókað númer 2)

Gangi ykkur vel í kvöld. Allir að horfa…

hengt út

jámm, fyrsta skipti í sumar, þvottur út á snúru í stað inni. Alltaf ákveðinn áfangi.

Veit ekki hvort fólk man eftir færslu með risastórri þvottahrúgu ófrágenginni, ég sló sjálfa mig út þar í morgun. Gígantískur haugur. Og nei, ég skammast mín ekki neitt. Nú á fjölskyldan aftur hrein föt, handklæði, sængurfatnað…


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa