Sarpur fyrir 7. apríl, 2008

óbjóðslega þreytt

en líka búin að fara yfir tónheyrnarstöðuprófin og senda frá mér flokkun, æfa soninn og láta hann læra, ásamt að henda honum í bað og hella yfir hausinn á honum lúsafælumeðali (já, það er komin upp lús í bekknum eina ferðina enn, nei, hann er frír, pabbi hans kembdi hann áðan) og undirbúa kennslu morgundagsins alveg, þar sem ég hef ekki tíma til þess í fyrramálið. Nefndi ég annars að ég var að kenna til hálfátta í kvöld?

spurning um að fara að sofa, bara. Kannski frekar EKKI spurning um að fara að sofa, frekar…

síðasti

almenni kennsludagurinn í suzuki að verða búinn. Magnað. Tónheyrnarpróf í næstu og þarnæstu viku, búin að gefa krökkunum sem eru í samræmdum prófum frjálsa mætingu eftir næstu viku (þau fara bara í annað tónheyrnarprófið), svo þurfa þau reyndar að skila líka lokaverkefni hér, eru að útskrifast úr tónfræðinni.

Eins gott, svo sem, ég er komin fram yfir deadline með Tékklandsverkið. Bannsett vinnan alltaf að þvælast fyrir aðalatriðunum…

þurfti að

fletta upp lungnalækninum mínum síðan í hitteðfyrra fyrir hana systur mína elskulega, bóndinn er með yfirsýn yfir bókhald og möppur hér á bæ þannig að ég bað hann finna möppuna. Gerði gott betur en það, náði í möppuna, opnaði hana, og sjá, þar var reikningurinn kominn, án leitar.

Sagðist nú samt geta slegið hann út. Á föstudaginn var, uppi í Suzukiskóla, þurfti ég að skjótast úr sellótíma niður á kennarastofu til að hringja í Tónastöðina til að athuga hvort til væri undirleiksbók. Nennti ómögulega að logga mig inn á tölvuna, ákvað aldrei þessu vant að nota pappírssímaskrána. Tek hana upp, opna, og sjá, rétt blaðsíða…

Ekki viss um að þetta hafi hent mig áður.

Trivialfærsla í boði tónskáldsins.


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa