Sarpur fyrir 16. apríl, 2008

fyrir vínáhugafólk

þarf ekki að vera vínnördar eins og við, bara fólk sem hefur gaman af að spá í góð vín – já og drekka slík, má kannski benda á þennan tengil. Hann Arnar sem er með Vín og mat er alvöru áhugamaður og vín/matargúrú, sérvelur öll vín sem hann flytur inn, ekkert rusl. Mæli með póstlistanum og ekki síður vínunum…

góðar spurningar

afskaplega góðar spurningar hjá honum Smára.

Hefur ISG smitast af BB?

Private

Practice að byrja á rúv á eftir, spennt að sjá, svona úr því Grey’s þættirnir eru orðnir úr sér gengnir.

Ætlaði annars að blogga um eitthvað allt annað en það gleymdist milli þess er ég smellti á Ritun og byrjaði að skrifa.

sko, þetta

hér hef ég verið að láta mig dreyma um í ansi hreint mörg ár. Nú komið, loksins, nema vantar fídusinn að leiðari geti sett inn strok sem virki fyrir alla röddina, auðvitað væri hægt að kópíera slíkt og setja inn á hina skjáina en þá myndu væntanlega tapast það sem það púlt væri búið að merkja inn til áminningar, fingrasetningar eða annað. Hmm.

Sjálfsagt kostar þetta nú svolítið, ennþá. Kannski aðeins ofan við fjárhagsáætlun Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna…


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa