Sarpur fyrir 13. apríl, 2008

gute nacht

Fremd bin ich eingezogen,
Fremd zieh’ ich wieder aus.
Der Mai war mir gewogen
Mit manchem Blumenstrauß.

fáránlega fallegt lag…

ég dáist að

þjónum sem aldrei virðast lenda á erfiðum töppum þegar þeir opna vínið fyrir framan mann.

Lenti á tveimur erfiðum í dag, annar var svo stífur að ég hreinlega var ekki nægilega sterk til að ná honum og hinn seinni slitnaði í tvennt. Væri þokkalega vandræðalegt að lenda í öðru hvoru fyrir framan borðið sem pantaði vínið.

Væntanlega þýðir þetta aðallega vankunnáttu mína. Og þó…

og svo var

náttúrlega ekki nokkur hlutur að færðinni uppi á heiði. Marautt. Reyndar hefði það verið talsvert verra ef við hefðum farið alla leiðina uppeftir.

fýluferð

Meiningin hjá Hljómeyki í dag var að fara austur á Sólheima og halda þar tónleika, þar sem hætt hafði verið við ferð enn lengra austur á land þessa helgi.

Vakna í morgun, trúi ekki eigin augum, snjór aftur. Hvernig ætli heiðin sé, og uppsveitir Árnessýslu? Og ég á blessuðum sumardekkjunum. Pæli heilmikið í því hvernig ég snúi mér í því, var búin að lofa nokkrum kórfélögum fari. Tékka hvað kostar að leigja bíl (gaaaah!), spái í hver í fjölskyldunni sé á góðum bíl og til í að lána mér, jú Björn Grétar mágur minn upplagður kandídat. Reyndist auðsótt mál, við Jón Lárus brunum suður í Kópavog til að skipta um bíl við hann.

Heim aftur, í konsertföt og -andlit, kórstrákarnir mæta, af stað, fylla bílinn af bensíni.

Komin rétt upp fyrir Litlu kaffistofuna, þegar Þóra tónskáld og kórfélagi sem er tengiliðurinn við Sólheima hringir. Ófært á Sólheima, að minnsta kosti neðri leiðina. Þarf að hafa samband við kórfélaga sem auðvitað voru allir lagðir af stað, biðja liðið að hittast á Borg. Hmm. Ekki sniðugt að nota símann minn til þess, tæki allt of langan tíma. Hringi í Jón Lárus til að biðja hann um að senda sms úr tölvunni.

Í ansi mörgum bílum á Hellisheiði pípa nokkrir símar í einu.

Fæ strax viðbrögð, því ekki hittast frekar í Hveragerði? Klárt mál. Aftur hringt í Jón til að fá hann til að senda annað sms. Hittingur í Eden.

Hópurinn safnaðist sem sagt saman í Eden, þangað fréttist síðan að færðin í uppsveitum færi ekki skánandi, ef við á annað borð kæmumst uppeftir myndum við bókað ekki komast í bæinn aftur fyrr en, tja, hver veit hvenær?

Þannig að við enduðum bara á því að fá okkur ís í Eden og aftur í bæinn. Greinilega ekki meiningin að við fengjum að halda þessa tónleika í dag, hvorki á Eskifirði né Sólheimum.

Bjarta hiðin er sú að nú kemst ég á tónleika Graduale Nobili í dag.

kettir vs hundar

ef köttur (ósvangur) kemur til manns malandi og vill vera hjá manni, þá veit maður að maður á fyrir því…


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa