Sarpur fyrir 30. apríl, 2008

kisuræfillinn

hún hatar að fara til dýralæknis, fór með hana þangað í dag til að tékka á þessu inkontinens dæmi í greyinu, væntanlega með væga sýkingu. Titraði og skalf, hundræfill í búri vælandi þarna líka, ekki róaðist hún við það, fékk tvær sprautur og heim með sér tvenns konar lyf og nýtt fóður.

Lyfin, já, þarf að taka eina og hálfa litla pillu, tvisvar á dag. Gáfum henni fyrsta skammt núna í kvöld. Þurfti þrjá til. Ekki auðvelt. Tíu daga skammtur. Úff!

vona að hún móðgist ekki svo illilega við okkur að hún hlaupi að heiman. Ætluðum að gefa henni verðlaun, eina rækju, eftir pillurnar en auðvitað var ræfillinn orðin svo æst og pirruð og hrædd að hún leit ekki við henni. Át samt rækjuna síðar, úr dallinum sínum.

Vona virkilega að greyið átti sig á því að þetta er ekki svona svakalegt, ég hlakka engan veginn til að berjast svona við hana í 19 skipti til…

trivial

í kvöld, áttum eftir að klára leik síðan á sunnudagskvöld, Finnur átti náttúrlega afmæli þannig að vísbendingarnar sem hann fékk voru ansi breiðar og víðtækar til að hann næði að vinna (hann er nú alveg við það að fatta þetta, fer að hætta að verða hægt).

Allavega, hann fékk spurninguna, Hvar var bandaríska konan Shannon Lucid í 188 daga, 4 klst og 14 sekúndur árið 1996? Hann hafði ekki hugmynd, þrátt fyrir breið hint (hvert er merkilegt að fara, ekki út á sjó, ekki upp á fjöll), ég hallaði mér og horfði út um gluggann og upp, ekki dugði til, benti upp í loftið: ha, skýin? nei nei, ofar en skýin, nú, himnaríki?

og drengurinn sem hefur meira að segja lýst því yfir að hann trúi ekki á guð…

Svo bjargaði hann sér glæsilega út úr spurningunni: Hvaða dagur var í gær, ef í dag er aðfangadagur? Nú, auðvitað 23. desember!

skrítnir hundar

fann síðu með undarlega útlítandi hundum, þessi fannst mér einna furðulegastur:


var einhver að tala um gólfmoppu? Svo getur moppan líka stokkið:

jæja, víst kominn tími á plögg

vortónleikar okkar í Hljómeyki verða annað kvöld, fyrsta maí klukkan 20:00 í Seltjarnarneskirkju. Eins og hér hefur áður verið talað um, erum við að fara út til Frakklands í kórakeppni í lok maí og við syngjum prógrammið yfir á tónleikunum. Tökum þátt í tveimur liðum, eigum efni fyrir þá báða, milliriðla og úrslit. Verða samt ekkert ógurlega langir tónleikar, væntanlega um klukkutími án hlés.

Efnisskráin er gífurlega fjölbreytt, tónlist allt frá endurreisnartímabilinu til tuttugustuogfyrstu aldar, ekkert tímabil útundan. Nordal, Monteverdi, Wikander, Poulenc, Rúnarsdóttir, Macmillan, Smith, Eriksson, Kverno, Villette, Bruckner og Rakhmaninov koma við sögu. Sérstakt Maríu meyjarþema.

Koooma soooohhh, 1500 krónur inn nema 1000 fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja…

krakkarnir

öll farin út, hvert að gera sitt, afmælisbarnið reyndar bara í skólann, yngri unglingurinn á leið til Noregs í kórferðalag og eldri unglingurinn akkúrat núna að byrja samræmda prófið í ensku.
Veiga segir frá því í gær að skólabjallan hafi glumið í miðju prófi hjá hennar unglingi, þeir í Austurbæjarskóla mundu nú sem betur fer eftir því að aftengja hana. Hins vegar gerðist einhvern tímann þar að brunabjallan fór í gang í prófinu og tók óratíma að slökkva á henni (það eru eiginlega allir hættir að hlusta á hana, hún fer svo oft í gang). Það olli ekki sérstakri hrifningu…

Já og Finnur var fúll yfir því að Freyja fengi frí í skólanum en ekki hann, og hann sem á meira að segja afmæli!


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa