Sarpur fyrir 6. apríl, 2008

hananú

afmæli búið, næsta verður fullt af 8 ára strákum. Veit ekki hvort tekur meira á.

Annars gekk þetta bara mjög vel, ég reyndar stakk af á kóræfingu, en Jón Lárus sagði að þær hefðu bara verið voða góðar, kurteisar og skemmtilegar. Ekki að því að spyrja.

Stráksi á síðan afmæli þann 30. apríl. Getum byrjað að hlakka til…

gelgjur, ójú!

fyrra ammli

búið, verið að moka kökum og ostabakka af borðinu, pizzudeigið tilbúið, fullt af stelpum komið, hormónaflæði í hámarki…

nei nei, annars, þær eru ósköp rólegar, þessar elskur.

snilldarbangsi

prógrammið

á morgun verða tvö afmæli, nú er búið að snúa röðinni við, sú tólf ára er hætt að bjóða vinkonunum klukkan 3, nú verður það frá sex til níu og fjölskyldan verður að gera sér að góðu að mæta klukkan þrjú.

Fyrramál:

Ræskrispískökur
blanda jukk í heita brauðið (svo ekki komi til uppreisnar í familíunni)
Klára að taka til
Kaupa snittubrauð

Eftir hádegi:

Baka vöfflur
Skreyta súkkulaðihnetuköku (þegar bökuð)
Útbúa ostabakka
Undirbúa heitt brauð

Milli boða:

Búa til pizzudeig
útbúa pizzur

Eftir boð

Fá sér rauðvínsglas…


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa