Sarpur fyrir 24. apríl, 2008

sumardagsfjör

í rigningunni hjá okkur, löbbuðum út á Klambratún þar sem átti að vera einhver sumardagsskemmtun í boði Kamps (hvað sem það nú er). Fyrir neðan Kjarvalsstaði var verið að klastra upp einhverju sviði og einnig var þar andlitsmálning. Annað sáum við ekki. Mögulega hefur verið eitthvað meira annars staðar í garðinum en við sáum þess engin merki. Frekar aumt. Fórum síðan inn á Kjarvalsstaði og skoðuðum útskriftarsýningu LHÍ, margt flott, ýmislegt, tja, frekar grunnt en gaman að skoða. Heim í hellirigningu, skrifa færsluna með rennblautt hárið.

Annars var svolítið spes að skoða heilsíðuauglýsinguna um sumardagsskemmtanir í Fréttablaðinu í morgun (sjálfsagt hinum blöðunum líka), ekki nokkur leið að sjá annað af henni en að ókeypis sé inn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í dag. Það er hins vegar bara ókeypis fyrir börn í skólunum í því hverfi ásamt fjölskyldum þeirra, þau fengu boðsmiða í skólanum, allt í fína með það nema ég er nokkuð viss um að margar aðrar fjölskyldur hafa ákveðið að fara þangað, vegna auglýsingarinnar. Þegar skoðað var á heimasíðu Reykjavíkurborgar kom þetta skýrt fram, en engan veginn á auglýsingunni, eiginlega ekki einu sinni hægt að misskilja hana, það stendur bara þar að ókeypis sé á allar hverfisskemmtanir, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn þar fyrir ofan á lista alveg eins og allar hinar hverfisskemmtanirnar.

Nú er bara að þorna og svo tónleikar hjá yngri unglingnum, fjáröflun fyrir Noregsferðina í næstu viku. Klukkan fimm, í Langholtskirkju, fimmhundruðkall inn, kíló af lakkrís seldur á þúsundkall, endilega mæta, engin rigning þar inni…

gleðilegt sumar

mínir kæru lesendur.

megi það verða eins gott og í fyrra.


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa