Sarpur fyrir 4. apríl, 2008

Ekki að það sé eitthvað

til að gorta sig af…

en ég var á níutíu á Sæbrautinni í morgun. Var að sækja Jón Lárus til að borða saman hádegismat, var pínu sein, fremst á ljósunum hjá Höfða og þar missir maður eiginlega alltaf af Kringlumýrarbrautarljósunum.

Var vinstra megin, bíll við hliðina á mér sem keyrði örlitlu hraðar, væntanlega nálægt hundraðinu.

Hafði nú ekki gefið alveg nægilega mikið í, small í gult þegar ég var nógu fjarri ljósunum til að ég ákvað að vera ekkert að fara yfir. Bremsaði frekar skarpt. Bíllinn við hliðina náði yfir á appelsínugulu.

Nema hvað, á eftir mér var leigubíll. Hafði sjálfsagt ætlað að ná ljósinu (hefði farið yfir á eldrauðu). Alveg svolítið frá mér, hefði vel náð að stoppa, nema hvað, bílstjórinn sveigir yfir á hægri hlið, stoppar við hlið mér, eiturfúl (jámm, kona), gefur mér illt auga og bendir mér á að ég hefði átt að vera á hægri akreininni.

Burtséð frá því að ég hefði ekkert komist þangað fyrir hinum bílnum sem var við hlið mér (þessum aðeinshraðar), þá var ég þarna 30 km yfir hámarkshraða, ég dauðsé eftir því að hafa ekki rennt niður rúðunni og spurt á hvaða hraða hún hafi eiginlega ætlað að vera, úr því ég var svona geðveikt fyrir henni.

Svo reykti hún í bílnum. Ekki langar mig í leigubíl 133 (verstur fjárinn að ég sá ekki hvort þetta var BSR eða Hreyfill…)

(hmm, vona að ég fái nú ekki kæru á mig fyrir að birta lögbrotið á opinberum vettvangi)

úffff

eins gott að maður var ekki í ódýrustu vínunum úti á Ítalíu í fyrrasumar!


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa