Sarpur fyrir 1. apríl, 2008

ástandið í miðborginni

ég bara varð að ræna þessari mynd, hún má ekki týnast inni í vefskáp 24 stunda. Vonandi tekur Halldór Baldursson (er hann ekki örugglega Baldursson, annars?) þetta ekki illa upp, ég kippi þessu út eins og skot ef vill…

pottþétt

flottasta aprílgabb ársins var hjá Google.

Reyndar fannst mér þetta líka öflugt, lá við að ég tryði því (sem er reyndar sorglegur vitnisburður um hvað einkavinavæðing er vaðandi uppi hér á landi).

móótmæææl

bílaröðin endalaus hér á Sæbrautinni, mér líst bara ansi hreint vel á þetta. Mikið að Íslendingar rísa upp á afturlappirnar og láta ekki vaða yfir sig á skítugum skónum.

Hins vegar frekar erfitt að halda uppi tónheyrnartíma hér á Sölvhólsgötunni fyrir bílflauti. Meira að segja einn bátur sem sigldi framhjá og flautaði með, enda er olían á þá nú ekki ódýr heldur.

Mig langar að labba niður í bæ á eftir og sjá flotann…

framhaldssagan

af tannvandræðum, kemst til tannsa í dag til að láta sverfa oddinn af, hjúkk, mun þá væntanlega geta borðað eitthvað á eftir.

Tygg núna plástur, tyggjóið virkaði ekki nógu vel

Framhald af þessari æsispennandi sögu síðar :p

færslan

hjá henni Evu í dag er algjör skyldulesning. Og mætti dreifa sem víðast.

Án þess að ég sé nokkurn skapaðan hlut að afsaka sjálfsmorðsárásir er hverjum hollt að vita úr hvaða þjóðfélagsgerð þær spretta.


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa