Sarpur fyrir 10. apríl, 2008

búin að skila 4 fuglum

í partítúr, reyndar ekki pörtum, „smá“ vinna eftir þar. En partítúr kominn, ekki verst. Hrmm, held reyndar að ég hafi gleymt einu mikilvægu atriði, eins gott að laga það áður en ég geng endanlega frá.

En fyrst væntanlega síðasti fuglinn, öndin er eftir að miklu leyti. Búin að semja laglínu og bassa en á slatta eftir að hljómsetja og skreyta.

Er allavega farin að hlakka talsvert til að fara út. Á meira að segja að halda fyrirlestur um tónlistina mína í tónlistarháskólanum á staðnum (hmm, veit nú ekki hvort ég hlakka til þess, þó ég sé reyndar yfirleitt ekkert stressuð að standa upp og tala fyrir framan hóp af fólki þá er ég vita vonlaus í að tala um músíkina mína. Reyndar er búið að setja þetta upp sem samtalsform, tékkneskt tónskáld mun spyrja mig út úr um músíkina. Mun betra þannig.

Tékkland í júní hljómar allavega ekki illa.

parís

fundið hjá Smára sem aftur þakkar Herberti.

sólin

skín inn um litaða gluggann á gaflinum. Sumarlegt. Ekki einu sinni gluggaveður, bara gott. Spurning um að taka sumarjakkann í notkun? Og grilla…?

jaaaaá!

tékkneska fuglaverkið í mörgum köflum í stað eins.

Hafði alltaf reiknað með því í einu lagi, samhangandi, hringdi svo í hana Eydísi, sem pantaði það frá mér fyrir hönd tékkanna og þau höfðu þá reiknað með því í einum kafla per fugl. Svona þegar ég hugsa um það, þá kemur það bókað miklu betur þannig út.

Sneðugt. Best að fara að púsla í forritinu…

bwahahahahah

talandi um íróníu, ekki hélt ég að þeir hjá Vísi/Fréttablaðinu gætu verið svona fyndnir…


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa