Sarpur fyrir 2. apríl, 2008

hvað er að heyra?

nei, ég var svo sem ekkert að heyra neitt sjokkerandi, en í kvöld var ég í upptöku á þættinum Hvað er að heyra, þátturinn verður á sunnudaginn kemur. Vonandi skemmtilegur, að minnsta kosti skemmtum við okkur ágætlega, mesti hláturinn samt klipptur burt, held ég enda lítið varið í þætti þar sem enginn hlær nema þátttakendur.

Ég var svolítið mikið í því að svara með fullyrðingunni: „þetta er ekki – þetta og þessi“ – sem það reyndist svo auðvitað vera…

styttist

ansi illilega í kennslunni, tveir þriðjudagar eftir í LHÍ (10 vikna önnin að verða búin), 1 venjulegur mánudagur eftir í Suzuki áður en vorpróf byrja, 2 miðvikudagar þegar þessi er búinn, þá próf í Hafnarfirði líka.

Inntökupróf í Listaháskólanum á föstudag, gætu mætt til mín um 50 nemendur til að þreyta tónheyrnarpróf og raða í bekki (nei, þeir komast ekki allir inn, svo stór er deildin víst ekki)

Vorverkin á fullu, sem sagt.


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa