Sarpur fyrir 12. apríl, 2008

Nornadansinn

Herra Finnur Jónsson spilar á tónleikum fyrr í dag.

já og

Finni gekk bara ljómandi vel í dag. Hver veit nema ég hendi inn herlegheitunum á jútjúb þegar ég nenni. Hmm, eða kannski prófa nýja vídeófídusinn hjá Flickr…

ógurlega

spennt að vita hvað kemur út úr viðtölunum í dag, ég hef held ég aldrei nokkurn tímann séð eins spennandi hóp sem sækir um að komast í tónsmíðarnar. Súrt að geta ekki setið viðtölin eins og í fyrra og hitteðfyrra, en æfingatörnin hjá Hljómeyki verður að ganga fyrir.

En fyrsta árið í tónsmíðum í haust sýnist mér verða gríðarlega skemmtilegt.

æfingadagur

langur dagur í dag, þarf að byrja á því að klára stöðuprófin (nú nemendur utan af landi og frá útlöndum), þá æfingatörn í Hafnarfirði frá 10 til 17 með smá hléi til að skjótast á tónleika hjá Finni, hann er að spila erfiðasta lag sem hannn hefur nokkurn tímann spilað á tónleikum þannig að ég get eiginlega ekki annað en farið og hlustað.

Allavega farin og ekki mikil tölva í dag hér…


bland í poka

teljari

  • 377.779 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa