Sarpur fyrir 19. apríl, 2008

fyrsta

skipti úti á palli í sumar, kveikt upp í útiörnunum tveimur, birgðum okkur upp af flísteppum og sjölum og settumst út. Yndislegt. Best að nótera dagsetninguna svo við munum hvenær við byrjuðum í ár. Báðar stelpurnar voru með okkur, í fyrrahaust var það yfirleitt bara Fífa, en nú hefur Freyja slegist í hópinn. Finnur svaf, enda búinn að vera gríðarduglegur í dag:

Skottast í innkaupum í Kringlunni heilllengi (jámm, keyptir skór á alla krakkana, mamma splæsir í sumargjafir, takk), keyptum líka hjólaskó á Finn, jakka á dittó, (allir hinir annaðhvort druslur eða ermarnar komnar hálfa leið upp á olnboga), peysa á Freyju, sama vandamál, allar ermar of stuttar á því sem hún á.

Hjólað 8-9 km með mömmu og pabba.

Tölvutími, úgg, 3 klst!

Æft sig í 3 kortér.

drengurinn var gersamlega búinn…

En mikið gott að setjast út á pall. Aflögðu kojurnar barnanna prufukeyrðar sem eldsneyti, svínvirkuðu. Slatti af þeim eftir!

hér eru krakkarnir

að æfa sig og læra (já, það er laugardagskvöld, en unglingurinn er samviskusamur og þau yngri biðu með að æfa sig fram á kvöld)

Hér fyrir utan er hins vegar fólk í og fyrir utan bíl, í bílnum er spiluð hin skelfilegasta teknómúsík. Unglingurinn getur engan veginn einbeitt sér að því að læra og kvartar hástöfum.

Mér datt helst í hug að setja heimabíóhátalarana út í gluggann (öflugri en stofuhátalarnir) og blasta eitthvað alvöru, Atla Heimi í stuði eða álíka á móti. Unglingunum leist reyndar ekkert á það, skil það ekki alveg…

duglegi maðurinn minn

hann er úti að þvo húsið núna. Gerist allavega einu sinni á ári, það sest náttúrlega ryk og tjara og meira að segja sjávarselta þegar er nóg rok að norðan hér á.

Alveg er ég handviss um að það er vegna þessa sem málningin endist svona vel (jú, hann blettar líka það sem þarf). Væri örugglega að koma tími á að mála aftur, ef þetta væri ekki gert. Hjálpar líka til við að það er svo til aldrei krotað á húsið, graffarar virðast bera svolitla virðingu fyrir því sem vel er haldið við og fallegt. Eiga það til…

húsið þvegið

fórum í

langan hjólatúr áðan með Finn, fyrst út að Þjóðarbókhlöðu, þá Suðurgötuna út á enda, alla leið kring um flugvöllinn (hefur annars fólk almennt tekið eftir því hvernig kort af gamla Skerjafirði lítur út)?

Þá Nauthólsvík, Öskjuhlíðina, fram hjá Valsheimilinu á leið heim, greinilega eitthvað um að vera þar, allt fullt af bílum, 2/3 af þeim jeppar eða jepplingar, ég næ ekki hvernig fjölskyldan getur eiginlega haldið með þessu plebbaliði…

Eiríksgatan er skásta leiðin heim og eina sem endar á smá brekku niður á við, frá Hallgrímskirkju, komum við úr einhverri annarri átt endum við alltaf á brattri brekku upp eða í hæsta lagi smáspotta á sléttu. Finnur var ógurlega duglegur, þó hann reyndar leiddi hjólið þar sem var einhver meira en pínulítill halli upp á við, gætum þurft að athuga með gírahjól handa honum fljótlega.


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa