Sarpur fyrir 25. apríl, 2008

úff

ekki vissi ég að bara Ísland, Holland og Sviss væru með lífeyrissjóðsmál í svona föstum skorðum. Var að hneykslast á því að Haarde líkti olíusjóði Norðmanna við lífeyrissjóðsfé hér við Jón Lárus og hann: sko, svona sjóðir eru bara eiginlega hvergi til.

Forsjárhyggja dauðans, en hvað mörg okkar þurfa á henni að halda? Ansi hreint margir, held ég, amk. miðað við hvað er mikil eftirspurn eftir svörtu vinnuafli. Einn þekki ég sem hefur alltaf unnið mikið svart, sá er kominn talsvert yfir sjötugt, búinn að slíta sér út alla tíð en hefur engan veginn efni á að hætta að vinna.

Svo er hins vegar spurningin hvað er verið að gera við sjóðina. Láta þá fjárfesta í uppþurrkun og eyðileggingu hálendisins?

Samt er ég ekki viss um að ég væri til í að hafa hlutina eins og í BNA, með sinn 401K. Og ef þú ekki borgar, hmm, þá ertu væntanlega upp á möguleg afkvæmi þín kominn. Já eða súpueldhúsin…

langar fólk hér

í glænýja hot hringitóninn á símana sína?

heh, best að

skrifa: Muna að fara með gömlu passana, þarna í iCal áminninguna…

passinn

Jón Lárus mundi eftir því í gærkvöldi að athuga hvort vegabréf skottunnar sé ekki í gildi enn (hún er að fara til Noregs í næstu viku), allt í fína með það fram að apríl 2010 (hmm, kannski maður ætti að setja áminningu í iCal að endurnýja), hins vegar voru passar okkar foreldra akkúrat að renna út. Eins gott að tékka á því, innan við mánuður í fyrri Frakklandsferðina.

Veit hvað ég verð að gera á eftir…


bland í poka

teljari

  • 375.027 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa