mig langar í flottasta kórverk í heimi á upptöku. This Worldes Joie, eftir Arnold Bax. Spurning um Amazon?
Reyndar var ég einmitt að setja upp lista yfir músík sem mig langar í, svona alls konar sem ég átti á kassettum og vínyl en hef ekki heyrt í ansi hreint mörg ár. Schubert Hirt am den Felsen, Mendelssohn oktettinn, Sibelíus sinfóníurnar, jámm, hitt og þetta. Kannski ég ætti að fara í gegn um kassettusafnið mitt áður en því verður hreinlega hent. Fer ekki mikið fyrir því að hlustað sé á kassettur lengur, ónei.
Nýlegar athugasemdir