Sarpur fyrir 28. apríl, 2008

hehe

ég fékk hit á eldgamla færslu í dag. Hvers vegna ætli það sé nú?

ýmsu

lendir maður nú í sem kennari.

Í dag þurfti ég að nota skyndihjálparkunnáttu mína, stór brjóstsykur stóð í nemanda og heimlich kom í góðar þarfir, ásamt góðu höggi á bakið.

Get ekki lýst því hvað ég var fegin þegar molinn hrökk út á gólf. Úff!

Ráðlegg öllum að taka skyndihjálparnámskeið, það er langt síðan ég fór í slíkt en vá hvað maður hefði verið varnarlaus hefði maður ekki kunnað neitt.

höggborar

það er mikið búið að vera að nota höggbora hér úti á Skólavörðustíg. Passlega langt frá mér til að ég heyri (og finn) smá fyrir þeim, mér finnst alltaf þvottavélin mín vera að vinda. Hugsa alltaf fyrst: Hmm, ég er ekki með neitt í þvottavél!

Reyndar virðist þetta flugganga hjá þeim, ég hélt þeir yrðu í allt sumar með þennan bút, en ef svo fer fram sem horfir verður þetta ekki nema svona mánuður í viðbót. Reyndar gæti verið seinlegt að leggja gangstéttarnar, mögulega á að rífa þær upp og leggja ljósleiðara og annað í leiðinni, ég held að það sé áreiðanlega ekki búið. Þannig að væntanlega verður bílastæðaástandið leiðinlegt hér megnið af sumrinu.

(dugar ekki að vera allt of bjartsýnn…)

eldsnögg afgreiðsla

eins og ég sagði frá á föstudaginn, fórum við þá rétt fyrir hádegið að sækja um ný vegabréf.

Duttu hér inn um lúguna með póstinum fyrir tíu í morgun. Og þetta var engin flýtisafgreiðsla neitt, bara venjulegur farvegur.

Þetta kallar maður þjónustu.


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa