Sarpur fyrir 15. apríl, 2008

um hálfellefuleytið

áðan var ég á Baldursgötunni á leið af fundi í TÍ, niðri á Laufásvegi. Hafði náttúrlega ekki hreyft bílinn, émeina, við fundum stæði áðan! nema hvað ég sé eitthvað lítið skjótast fyrir framan mig, væntanlega lítil rotta eða rottuungi frekar en mús. Svart kvikindi.

Hálft andartak tókst mér að hugsa: Aldeilis að þetta er lítill köttur.

Reyndar sérkennilegt að maður verði ekki meira var við rottugang, nú þegar efsti hluti Skólavörðustígs er allur uppgrafinn, alla leið niður í holræsi. Mikið hlakka ég til þegar þetta verður búið.

næææstum því

komin í sumarfrí frá LHÍ, 10 vikna önnin búin, á bara eftir að skila einkunnum fyrir hana. Tónsmíðahlutinn er eftir að miklu leyti, verstur fjárinn að ég get ekki hlustað á verkið nemandans, tónleikarnir eru á tíma sem ég er að kenna í Hafnarfirði. Mæti væntanlega á aðra tónsmíðatónleika og sjálfsagt einhverja fundi.

Nokkurn veginn komið á hreint hverjir komast inn í haust, mér sýnast bekkirnir verða óhemju skemmtilegir. Tilhlökkunarefni.

óhugnanlegt

datt inn á þessa síðu áðan. Grey börnin…


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa