Sarpur fyrir 21. apríl, 2008

túlipanar

nú er sú yngri að selja túlipana, gríðarlegur flýtir á því öllu saman, ef einhvern langar í bráðfallegt túlipanabúnt á þúsundkall þá um að gera að skrifa hér athugasemd eða senda póst á mig í kvöld, ég sendi pöntunina seint í kvöld eða snemma í fyrramál, afhent heim að dyrum (nei, ekki heimsendingaþjónusta út fyrir höfuðborgarsvæðið, því miður…)

Ferð til Noregs nálgast óðum.

Svona úr því ég er í plögggírnum þá er líka alveg að koma að tónleikum hjá Hljómeyki og ég VERÐ að selja minnst fimm miða. Fyrsta maí klukkan 20:00 í Seltjarnarneskirkju, takið endilega frá tímann, verðum með prógrammið sem við flytjum í keppninni úti.

seinni prófadagur í suz

það er að segja munnlegu tónheyrnarprófin í dag. Fínt mál. Var svo auðvitað að uppgötva að Finnur er svo til búinn í víólutímum, næstu tveir fimmtudagar eru frídagar. Hann var eiginlega hálffúll, nokkuð sem ég er hæstánægð með.


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa