Næstsíðasti heili dagurinn í Le Marche. Eitthvað var verið að spá í að fara á strönd en á endanum varð ekki af því. Svo sem allt í lagi, mín vegna, ein strandarferð í svona ferðalagi er feikinóg fyrir minn smekk, kann betur við hreint og sandlaust umhverfi sundlauganna. Fulllangt að fara upp í Aquafán, (sundlaugagarð í Riccione), slíkt hefði eiginlega þurft að gerast í samfloti við San Marinoferðina.
Þannig að laug og sólbað var tilskipun dagsins.
Sumir ákváðu að klífa hamarinn (tja, reyndar þurfti nú ekki exi né brodda, ágætis stígur þarna uppeftir)
Um kvöldið var svo fýrað upp í grillinu (með fötur tilbúnar, ef neistar bærust í gróður, minnug allra skógareldanna). Grigliata mista, kálfur, lamb, svín og pylsur. Mér finnst að það mætti gera svona salsiccie pylsur hér, þó pylsumenning sé smátt og smátt að skána hérna, eigum við engar neitt nálægt þessum. Framleiða, takk!
Hér sjást grillmeistarar kvöldsins, þessi máltíð var í boði mömmu, pabba, Þorbjarnar og Helgu.
Með matnum, bjór og svo þrenns konar rauðvín. Man því miður ekki tegundir (sorrí Arnar), en sú frá héraðinu var langbest. Minnir að hún hafi verið frá Ascoli Picena. Hinar tvær voru frá Púglíu og Sikiley.
Ekki verstur dagur. Neibb.
Já það er magnað með okkar góða kjöt að við skulum aldrei geta gert almennilegar pylsur. Það á einhver eftir að fatta þetta bráðum held ég og taka á þessu – kannski einhver bóndinn sbr. bjórbændur og „beint af bóndanum“ etc. sem er í vexti.
jámm. Keyptum pólskar pylsur um daginn í grigliata mista sem við gerðum, þær voru betri en essesspylsur en hvergi nærri eins góðar og salsiccie.
Hmmm.
Pylsur.
http://wulffmorgenthaler.com/default.aspx?id=f105620e-746d-4a4d-9b92-a614e5e0b302
tíhí.
þeir eru komnir pínu lengra en þetta á ítalíu…