Sarpur fyrir 10. ágúst, 2007

spoiler

ef þið eruð ekki búin að lesa sjöundu Potter bókina skuluð þið ekki fara hingað.

Ef ykkur er alveg sama um bækurnar, hafið ekki/ætlið ekki að lesa þær hafið þið ekkert á hlekkinn að gera hvort sem er.

Þyrsti ykkur hins vegar í meiri vitneskju um persónurnar eftir lok bókarinnar er þetta skemmtileg lesning.

Undicesimo giorno

Næstsíðasti heili dagurinn í Le Marche. Eitthvað var verið að spá í að fara á strönd en á endanum varð ekki af því. Svo sem allt í lagi, mín vegna, ein strandarferð í svona ferðalagi er feikinóg fyrir minn smekk, kann betur við hreint og sandlaust umhverfi sundlauganna. Fulllangt að fara upp í Aquafán, (sundlaugagarð í Riccione), slíkt hefði eiginlega þurft að gerast í samfloti við San Marinoferðina.

Þannig að laug og sólbað var tilskipun dagsins.

sólbað � lauginni

Sumir ákváðu að klífa hamarinn (tja, reyndar þurfti nú ekki exi né brodda, ágætis stígur þarna uppeftir)

chiesa

Um kvöldið var svo fýrað upp í grillinu (með fötur tilbúnar, ef neistar bærust í gróður, minnug allra skógareldanna). Grigliata mista, kálfur, lamb, svín og pylsur. Mér finnst að það mætti gera svona salsiccie pylsur hér, þó pylsumenning sé smátt og smátt að skána hérna, eigum við engar neitt nálægt þessum. Framleiða, takk!

Hér sjást grillmeistarar kvöldsins, þessi máltíð var í boði mömmu, pabba, Þorbjarnar og Helgu.

Þorbjörn og pabbi grilla

Með matnum, bjór og svo þrenns konar rauðvín. Man því miður ekki tegundir (sorrí Arnar), en sú frá héraðinu var langbest. Minnir að hún hafi verið frá Ascoli Picena. Hinar tvær voru frá Púglíu og Sikiley.

Ekki verstur dagur. Neibb.

hmmm aftur

hvað er nú með kommentakerfið mitt? Eitthvað þurfa þeir hjá wordpress að kíkja á það… Kommentin ykkar eru alveg þarna þó þau sjáist ekki, ég sé þau inni í kerfinu mínu. Hljóta að birtast.

Símakór, já, það er hópur fólks sem er safnað saman fyrir eitt gigg, ekki starfandi kór, boðað í gegn um síma…

já, tónskáldið

og kaninn, Nico Muhly, (veit ekki hvort hann var að smjaðra fyrir okkur, held samt ekki), var ógurlega hrifinn á æfingunni áðan af pitch sense hjá okkur, sérstaklega miðað við að ekkert okkar sagðist vera með absólút heyrn.

Tilvitnun æfingarinnar:
„Þetta er bara eins og á Bretlandi – bara með tilfinningu líka…“


bland í poka

teljari

  • 375.416 heimsóknir

dagatal

ágúst 2007
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa