Sarpur fyrir 6. ágúst, 2007

Settimo giorno

Heitt um nóttina. Þorgerður María og Fífa fundu upp á því að sofa með blautt handklæði ofan á sér til að nýta alla smá andvara. Notaði þetta trikk, restina af ferðinni. Gott.

Dagurinn byrjaði á því að stór hluti hópsins dreif sig í morgunmessu í kirkjunni á hæðinni. Kaþólsk, auðvitað, ég varð mest hissa á því hvað hún var stutt (rétt rúmur hálftími) og hvað var lítið sungið, bara eitt Alleluia, sama stefið, þrisvar eða fjórum sinnum. Presturinn var aldraður, fyrrverandi sóknarprestur þorpsins og yndislegt að sjá hann prédika þó maður skildi ekki eitt einasta orð. Bara svipbrigðin og handapatið.

kirkja

Fengum svo að syngja eitt lag inni í kirkjunni, að lokinni messu, sungum Heyr himnasmiður, presturinn og Yorkshírski leigusalinn (leigir út húsið, en við fórum reyndar ekki gegn um hann) hlustuðu. Frábær hljómburður þarna.

Jæja, niðureftir og prófa sundlaugina. Geeeeeðveikt! Ótrúlegur lúxus að vera með sundlaug svona út af fyrir okkur.

sundlaug

Svolítið mikið af vespum að þvælast þarna, samt, við bjuggum til vespugildrur (dmn, tók ekki mynd af neinni slíkri til að sýna). Maður klippir sundur vatns- eða gosflösku úr plasti, hellir í neðrihlutann einhverjum sætum vökva (perusafi virkaði best)
snýr toppnum við og treður ofan í. Veiddum ótölulegan fjölda af vespum með þessu móti en dugði þó ekki til. Kristján Óli var stunginn strax þennan dag og 3 aðrir, síðar í ferðinni.

Vespurnar voru samt ekki svo vitlausar, við sáum eina hringsóla um gildru sem var búin til úr Coke Light flösku, lá við að maður sæi hana lesa Kóóók Læææt (tek fram að í flöskunni var alvörukók, ekkert dæet), ekki séns að flugurnar færu þar ofan í.

Um kvöldið fórum við á veitingastað sem okkur hafði verið bent á, snilldarpizzur, krakkarnir léku sér við ítalska jafnaldra og svo fengum við brilljant sólsetur í kaupbæti. Verður það betra?

sólsetur


bland í poka

teljari

  • 375.416 heimsóknir

dagatal

ágúst 2007
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa