Sarpur fyrir 19. ágúst, 2007

hún

Harpa var að senda mér texta við jólaverkið mitt, fínan, passlega hugnæman, hreint ekki væminn, þvílíkt fallega hugvekju. Takk Harpa, ég er strax byrjuð.

heh

er að útbúa köku úr Eftirréttabók Hagkaups, lítur mjög vel út svosem.

Nema hvað, í henni er nær jafnmikið kakó og hveiti (smá ýkjur en ekki sérlega miklar), svipað af sykri. Samt stendur að maður eigi að hræra þar til létt og ljóst. N.B. það eru engin egg…

(ég hræri og hræri en ekkert gerist)

Kannski þetta væri eitt af því sem prófarkalesari hefði rekið augun í, í þessari blessuðu bók, sem, eins og hinar Hagkaupsbækurnar, hefur örugglega alls ekki verið prófarkalesin. Rugl.

tek undir

með þessum bloggara, þessi menningarnæturdagur (hmm?) var sá besti í mörg ár.

flugeldar

hér er hluti af flugeldasýningunni. Hún var óvenju flott í ár


bland í poka

teljari

  • 375.416 heimsóknir

dagatal

ágúst 2007
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa