Fórum á markað og fengum kast, keyptum slatta af dóti. Og ég sem finn yfirleitt aldrei neitt á svona mörkuðum. Var samt súr yfir að það skyldi ekki vera neinn matarmarkaður, bara föt og dót.
Finni tókst að verða bílveikur bæði á leiðinni þangað og til baka (keypti á hann flottar nýjar stuttbuxur, gat ekki látið barnið ganga í útældum buxum, ræfilinn – fór ekki á hausinn, þær kostuðu 2 evrur). Hann á alls ekki vanda til að verða bílveikur, en þessar hæðir, hólar og beygjur fóru ekki sérlega vel í greyið.

Á leiðinni til baka í húsið, renndum við til Smerillo og tókum út veitingastað sem okkur hafði verið bent á. Smástund að finna innganginn en þegar inn var komið leist okkur ekki smá vel á. Pöntuðum fyrir alla á föstudagskvöldinu.
Heim í hús. Jón Lárus tók skokktúr dauðans (alveg upp í 20% halla, hann segir sjálfur frá hérna). Veiddist næststærsta vespan sem við sáum í ferðinni (já, við sáum eina stærri – OG ógeðslegri)

Annars var það bara sólbað og laug, fórum síðan nokkur á veitingastað rétt fyrir utan Comunanza, þjónninn ætlaði ekki að átta sig á þessum barbörum sem vildu sumir fá primo piatto og aðrir secondo piatto og allt átti þetta að koma í einu. Tókst þó á endanum. Maturinn snilld og ekki síðri var anísbrennivínsnafs sem eigandinn gaf okkur, hans eigin framleiðsla, í boði hússins í lokin. Algjört sælgæti, gaf okkur meira að segja restina úr flöskunni með upp í hús.
Kvöldstemning að vanda:

Nýlegar athugasemdir