Sarpur fyrir 28. ágúst, 2007

fyrsti kennsludagur

að kvöldi kominn, fínn bara. Líst mjög vel á hópana, frábærir krakkar á ferð. Pínu misjafnlega stödd, en varla kemur það nú á óvart.

Skólasetning í Suzuki á föstudaginn klukkan 17.00, ekki smá súrt að næsta Keðjuverkun er á nákvæmlega sama tíma. Ég hélt hún ætti að vera klukkan sex og að ég næði henni vel. En nei. Fimm. Grrr.

dugnaður getur þetta verið

myndarbúskapur, búin að sulta bæði rabarbara og rifs, tína rifs til að frysta, tína bláber og frysta, sólberin mega vera aðeins lengur en í kvöld tíndir, steiktir og frystir sveppir fyrir veturinn. Líka slatti af hrútaberjum, þó ekki nóg til að sulta. Verður étið.

monti lokið í bili.


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

ágúst 2007
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa