Sarpur fyrir 7. ágúst, 2007

synchronized boating

Ottavo giorno

Brauðið í Le Marche er algerlega saltlaust. Smjörið líka, reyndar almennt á Ítalíu þarf að leita sérstaklega eftir söltu smjöri. Hvað er með það? Fannst ekkert slíkt í kjörbúðunum sem við notuðum, í Comunanza. Nóg svo sem af söltu áleggi en brauðið ekki gott. Líka eingöngu hvítt. Að mínu mati er brauðmenningin það eina sem við höfum fram yfir Ítalíu, í matarmenningu þ.e.a.s.

En við fórum sem sagt í hópferð í búð, hver fjölskylda lagði til 50 evrur og við fórum og hrúguðum fullt af mat í 4 innkaupakerrur. Vorum ekkert að telja saman og bjuggumst alveg eins við því að þurfa að leggja til aukapening. En nei, komin að kassanum kostaði þetta 249 evrur og nokkur sent. Ekki sem verst.

Við fjölskyldan buðum svo upp á píadínur í kvöldmatinn, sá ekki betur en það rynni bara ágætlega niður (þegar við fundum út hvernig átti að kveikja á gasinu, smá vesen þar). Fólk gat valið sér álegg, höfðum keypt 4 tegundir af skinkum og mismunandi ost og grænmeti. Hrikalega gott.

sundlaugin

Annars var þetta að mestu leyti letidagur við sundlaug, talsverð gola (sem var gott). Við Jón Lárus fundum reyndar tvö reiðhjól og fórum í smá hjólatúr. Verð að segja að ég hef alltaf borið virðingu fyrir hjólreiðamönnunum í Tour de France og álíka, en það snarbættist á hana þarna. Brekkurnar í kring voru nefnilega óhemju brattar (Jón Heiðar var með hlaupaGPStæki sem mældi halla og á einum stað var heill 20% halli). Hjólatúrinn varð frekar endasleppur. En það var gaman að hjóla – niður.

Um kvöldið sátum við úti við sundlaug og horfðum á svöluhóp ná sér í vatn úr lauginni. Magnað.

Hér er Finnur, eftir langan dag í lauginni:

Finnur sefur


bland í poka

teljari

  • 375.416 heimsóknir

dagatal

ágúst 2007
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa