Sarpur fyrir 16. ágúst, 2007

alltbúið

námskeiðið, hálf tómlegt en samt gott. Spurning hvort maður á að reyna að halda krökkunum við efnið að vakna snemma, styttist allillilega í skólann. Skólasetning hjá þeim á miðvikudaginn í næstu viku.

Næsta vika reyndar frekar upptekin hjá mér líka, kennarafundir, deildarfundir, stöðupróf, kúrsakynningar, bögg. Gæti alveg hugsað mér að sleppa því að byrja að kenna. Sérstaklega miðað við að það liggja fyrir tvær nýjar pantanir hjá mér.

En ekki hlusta samt á þetta væl í mér, ef ég þekki mig rétt finnst mér skemmtilegra að kenna en mig minnir, eftir löng frí…

urrg

gleymdi gleraugunum heima og nú sit ég og rýni í tölvuna.  Fæ örugglega hausverk ef ég passa mig ekki.

En námskeiðið er senn á enda, tónleikar eftir hádegi og svo einhver frágangur.  Búið að vera skemmtilegt en hörkupúl samt.  Krakkarnir ættu að koma vel upphituð í tónlistarskólann eftir tvær vikur.


bland í poka

teljari

  • 375.560 heimsóknir

dagatal

ágúst 2007
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa