Sarpur fyrir 2. ágúst, 2007

fjárfest

í hjóli handa yngri skottunni. Trek græja, appelsínugul og silfruð, bara nokkuð flott. Nú fæ ég það hjól lánað í stað hjól þeirrar eldri…

Quarto giorno

Byrja rétt eftir miðnætti, reyndar. Litlasystir hringir í mig, þau komin að hótelinu „góða“ en finna ekki innkeyrsluna. Ég út á svalir, veifa og veifa og bendi og bendi, loksins finnur hópurinn aðkeyrsluna en keyra þá framhjá innkeyrslunni í bílageymsluna. Ég held áfram að benda og veifa. Frekar fyndið, eiginlega, ofan af fimmtu hæð. Vildi til að við vorum með hornsvalir þannig að ég gat veifað og bent í allar áttir. En inn komust þau á endanum.

Morguninn eftir biðum við í einn og hálfan óratíma eftir að allir vöknuðu og kæmu niður, þar sem við höfðum lofað að lóðsa alla niður á lestarstöð. Gerði svo sem ekki til, maður endist ekkert svo marga tíma í bænum hvort sem er. Fórum aftur með tveimur lestaskiptum á seinna skiptinu leið yfir eldri stjúpdóttur bróður míns, uppgötvaðist að hún hafði hvorki borðað né drukkið síðan snemma kvöldið áður. Báðar þessar stelpur eru litlar og mjög grannar þannig að þessu hafði hún ekki alveg átt inni fyrir. (tek fram að hún er engin smástelpa, þetta var engan veginn hundraðogellefta meðferð fullorðna fólksins). Vildi til að Jón Lárus var (eins og iðulega í ferðinni reyndar, stundum fannst honum hann vera úlfaldinn í hópnum) með vatn í brúsa, vakti stelpuna, þau fóru upp og komu smá næringu í hana til að halda áfram.

Við hin héldum hins vegar strax áfram, enda hafði aldrei staðið til að allur 19 manna hópurinn héldist saman í miðborg Rómar. Það væri gersamlega vonlaust.

Fórum eins og fyrri daginn upp hjá Spænsku þrepunum. Sumir fóru að fá sér að borða, við, ásamt Þorbirni, Helgu og dætrum ákváðum að skoða Trevi gosbrunninn.

við Trevi gosbrunninn

Þarna sátu allir sem að komust með fæturna ofan í, auðvitað stranglega bannað. Sjálfsagt koma carabinieri af og til og reka liðið upp úr.

Þorbjörn og fjölskylda ákváðu síðan að kíkja á torgin sem við höfðum skoðað tveim dögum fyrr, þannig að nú vorum við ein eftir. Héldum í átt að Panþeon, rétt áður en þangað kom rákumst við inn í búð sem leit út eins og verkstæði pabba hans Gosa:

vinnustofa pabba Gosa

veit ekki hvað þessi kemst hratt

Náðum að skoða Panþeon, þegar hinir komu að því var búið að loka inn.

Fórum í talsvert langa göngu meðfram Tíber. Það var fallegt. En heitt. Verst að það var ekki sérlega mikið af vatnspóstum þar, enda vorum við ekki á sérlega miklu túristasvæði. Fundum ekki einu sinni veitingahús lengi vel. Fórum niður á bakka, þar er fullt af litlum pöbbum en líklega eru þeir bara opnir á kvöldin, þannig að klöngruðumst upp aftur. Þó ekki fyrr en eftir að ég tók þessa mynd:

T�ber

Fundum svo vatnspóst akkúrat þegar síðasta fylling í tveggja lítra vatnsflöskuna hafði klárast. Ég er að hugsa um að skrifa verk sem heitir Vatnspóstar Rómaborgar.

Rákumst loks á þennan:

stæði

þetta kallar maður að kunna að bakka í stæði.

Himneskt að koma síðan upp á hótel og fara í sturtu. Nevermænd vont hótel, sturturnar og loftkælingin virkuðu, það er fyrir öllu í svona hita.

Rak augun í auglýsingu

í Fréttablaðinu í dag. (kemur ekki Bakarí Sandholt við, að ég viti, það var bara næsta auglýsing fyrir neðan)

picture-9.png

Merkilegt…


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

ágúst 2007
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa