Sarpur fyrir 22. ágúst, 2007

týndur (aftur)

Herra Finnur, sjö ára týndist í dag. (já, hann er fundinn, annars væri ég nú líklega ekki að blogga hér, döh!)

Hafði stungið af um miðjan dag, við vorum viss um að hann væri heima hjá Gunnari besta vini sínum sem býr hér bak við. Nema hvað, um sjöleytið hringi ég í mömmu Gunnars til að láta senda hann heim.

Neibb. Þeir þá hvorugur þar.

Við svo sem ósköp róleg áfram, þeir eru vanir að þvælast um og leika sér lengi vel, maður er bara feginn meðan þeir eru úti, ekki inni í tölvunni eins og þeir vilja stundum vera.

Við Fífa á æfingu (jámm, hún er í símakórnum, fyrsta alvöru sönggiggið hennar), ég náttúrlega þagga niður í símanum. Seint og um síðir á æfingunni (hálftíu) kíki ég á símann. 2 hringingum ósvarað. Mamma hans Gunnars.

Úff.

Ég hringi, gaurarnir týndir, ég inn á æfingu aftur: Fífa, við verðum að fara heim, Finnur er týndur. Reyni að hringja í Jón Lárus, síminn drepst (x#%/&%$ batterí), heim, enginn Finnur. Jón Lárus, mamma Gunnars og systur búin að fara á alla staði sem þeim datt í hug, skólalóð, Tjörnina, alls staðar í kring náttúrlega, hvergi finnast strákarnir. Hringt í lögregluna og ég leggst í símann til að hringja í alla strákana í bekkjunum þeirra. Hvergi finnast þeir. Tvær mömmur úr bekkjunum beint út að leita með okkur hinum. Lögreglan mætir, lýsing tekin af strákunum og send út boð á þeirra rásir.

Mömmu Gunna dettur allt í einu í hug að þeir hafa stundum verið að sækja í félagsskap nokkurra ára eldri stráka. Við vissum af einum, en hann er í útlöndum, þannig að þeir voru ekki þar. Næst ekki í annan, né mömmu hins en tókst að grafa upp heimilisfang hjá pabba þess. Amma Gunna var síðan á leiðinni þangað þegar hún sér strákana hundblauta og skíthrædda á Grettisgötunni á leið heim.

Jú jú, þeir höfðu verið hjá öðrum þessara 11 ára. Hljómaði alls ekki nægilega vel. Þeir höfðu svo sem verið fyrst í legó og svo í tölvuleikjum, en síðan verið úti að finna felustaði „þar sem löggan finnur mann ekki“ Say WHAT?

Undir lokin var þeim svo hent út, Finnur sagðist hafa kallað á mig, ef ég skyldi vera nálægt og heyra í sér; þegar hann fannst var hann ekki í jakkanum heldur hélt á honum og húfunni (var samt í vettlingunum).

Finnur er búinn að heita því að fara ALDREI aftur að leika við þessa gaura. Mér sýnist hann ekkert langa til þess heldur. Sem betur fer.


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

ágúst 2007
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa