Sarpur fyrir 18. ágúst, 2007

ósvífni

Hvað er með að fólk geti ekki farið í strætó í bæinn á menningarnótt? Eða þá lagt einhvers staðar í lögleg stæði?

Ég vildi allavega ekki þurfa að komast áfram þarna með barnavagn, hvað þá á hjólastól:

b�laröð

(þetta er annars húsið mitt, þetta fallega þarna hvíta og græna lengst til hægri á myndinni)

þetta gekk

bara ljómandi vel, flottir sálmar og lög, mjög ólíkt allt saman.

Endurtekið klukkan 21:00 í kvöld, ásamt því að það verður sálmaspuni um nýju sálmana. Reikna með að mæta þangað aftur, spennandi að heyra sálmaspuna um lagið mitt.

já, heyrðu, ég ætlaði víst að plögga

frumflutning á sálmi mínum og þriggja annarra á Sálmafossi í Hallgrímskirkju í dag klukkan 15.00

Hissa á því að þetta var hvergi að finna í dagskrá Menningarnætur, jú, þetta er hluti af Kirkjulistahátíð en hélt þetta væri líka í samvinnu við Menningarnótt. En það þýðir kannski að það verður hægt að komast inn í kirkjuna, ólíkt stundum áður á þessum degi.

(hmm, þetta er víst með, en ég finn það samt ekki á menningarnott.is)
((urr, það var bara ég sem rataði ekki á síðunni. Silly me))

Hingað er sem sagt ekki hægt að koma í vöfflukaffi eins og hjá ýmsum nágrönnum mínum, ég býð frekar upp á músíkina mína.

Kíkið svo á þetta líka…

grilllykt

það er grilllykt af höndunum á mér. Og samt vorum við ekkert að grilla.

Útiarininn er algjör snilld. Sérstaklega á svona logndimmum kvöldum.


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

ágúst 2007
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa