orðinn örmerktur og skráður, sem sagt loksins löglegur. Trassaskapur að vera ekki búinn að þessu fyrr.
Sarpur fyrir 3. ágúst, 2007
Fjórar af fimm fjölskyldum rifu sig á lappir nógu snemma til að vera komin í Colosseum klukkan hálftíu, þegar það opnar. Eða það héldum við. Fyrsta hótelskutla fór ekki fyrr en hálftíu af stað. Gerði svo sem ekki mikið til, hefði verið verra ef við hefðum ætlað að gista á hótelinu nóttina fyrir brottför (eitt af því sem hótelið státaði af í auglýsingunni var frí skutla á flugvöllinn), neinei, bara ef þú flýgur milli 12 á hádegi og 6 að kvöldi, annars ekki.
En röðin fyrir utan Colosseum þegar við mættum var í skugganum og ekkert fáránlega löng. Held við höfum beðið í svona 20 mínútur – hálftíma þar til við komum að glugganum. Stóð til að einn borgaði fyrir allan hópinn, nema auðvitað tóku gaurarnir ekki vísa, þannig að eftir að hafa rekið okkur fram og til baka milli mismunandi lúga skröpuðum við saman nákvæmum kostnaði við að komast inn.
Mögnuð upplifun að koma þarna innfyrir og ímynda sér allt sem þarna fór fram. Jón Heiðar tók að sér fararstjórahlutverkið, enda vel lesinn í sögu Rómverja.
En hitinn, maður minn!
Út komum við og hópurinn splittaðist á ný. Einhverjir fóru að skoða Forum Romanum og fleiri staði en við ákváðum að sleppa því í þetta sinn, eiga eitthvað eftir til að hafa afsökun til að koma aftur til Rómar fyrr en síðar. Vatikansvæðinu var líka alveg sleppt.
Fórum hins vegar í aðra biðröð og skoðuðum Bocca della veritá sem við höfðum gengið fram hjá daginn áður, án þess að átta okkur á (grrr). Forljótur skjöldur, en við komumst frá honum með hendurnar áfram á handleggjunum. Hins vegar var gaurinn sem stýrði biðröðinni svo stressaður að Fífa náði ekki að taka mynd af okkur stingandi höndunum inn í munninn.
Nú fórum við í langa göngutúrinn meðfram Tíber, hann var víst ekkert daginn áður, smá rugl hjá mér. Ótrúlega fallegt þarna:
Enduðum á að skoða Píramídann og svo upp á hótel. Notuðum tímann til að pakka niður, þar sem á laugardagsmorguninn yrði farið upp í fjöllin.
Nýlegar athugasemdir