Sarpur fyrir 1. ágúst, 2007

bound&gagged

skjaldbökur

þetta

hér er bara fyndið. Allavega fyrir þá sem þekkja leikinn Guitar Hero.

Finnbogi, færslan er til heiðurs þér…

Terzo giorno

Þennan dag var allavega til almennilegur morgunmatur. Safi, jógúrt, brauð, skinkur og Bel Paese ostur (nammi).

Ákváðum að keyra niður á strönd, ekkert vitandi hvar góða baðströnd væri að finna. Ein af ástæðunum fyrir hótelvalinu var einmitt að vera mitt á milli strandar og Rómar. Sóttum bílinn inn á læsta bílastæðið (ahh, loftkæling í bílnum) og keyrðum af stað í vesturátt. Tók svona 20 mínútur af sikksakki þar til við fundum þessa fínu litlu lókal baðströnd ekki langt frá Lido d’Ostia.

baðströnd við Lido d'Ostia

Buslað og legið í sólbaði og lesið í svona 2-3 tíma. Ég gerði þau stórkostlegu mistök að gleyma að bera sólarvörn á bakið á mér. Ekki gott, lá mestan tímann á maganum að lesa. Og þegar maður fer að sjá roðann er náttúrlega allt of seint að hætta. Úff. Gat ekki sofið á bakinu í margar nætur. Vill til að ég sef aldrei á bakinu.

Talsvert auðveldara að rata heim, þar sem Jón Lárus hafði tekið gps punkt á hótelið á hlaupagarminum, skemmtilegt að keyra eftir honum.

Keyptum eitthvað sem við héldum vera Aloe vera gel í apóteki, það reyndist vera drykkur, 100% Aloe vera. Hundleiðinlegt að bera það á sig, lak út um allt, en hugsa að það hafi bjargað miklu með restina af ferðinni.

Moskítómælirinn bóndi minn fann út að það væru flugur á ferli, allavega ein en með einbeittan brotavilja. Varð verra síðar.

Dagurinn endaði úti á hótelsvölum með frizzante í glasi og bók í hönd. Ekki verst. Hér sést útsýnið af okkar fimmtuhæðar svölum:

útsýnið af svölunum

hótelið, já…

hún Nanna benti mér á dóma um hótelið á tripadvisor.com, maður hefði betur skoðað þetta fyrst. Reyndar, hefðum við ekki verið búin að borga hótelið fyrirfram hefði maður aldrei verið þarna lengur en fyrstu nóttina.


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

ágúst 2007
S M F V F F S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  

sagan endalausa