Var að hlusta á Orð skulu standa, netútsending er …

Var að hlusta á Orð skulu standa, netútsending er bara snilld. Hlusta yfirleitt á endurútsendinguna á miðvikudögum á leið í vinnuna, stundum man ég ekki eftir að kveikja, stundum þarf ég að mæta fyrr. Amk frábært að geta hlustað á netinu. ADSL rokkar.

annars er ég hrædd um að ég sé að falla í flensuna eða eitthvað. Væri dæmigert; maður heldur sér uppi meðan maður verður, svo kemur hrunið. Held mér uppi á morgun, get ekki gert Óliver og Elfu Rún það að verða veik á morgun.

Svo er reyndar aðalfundur Tónverkamiðstöðvar á mánudaginn. Ég er í stjórn en þau þola nú alveg að vera án mín á fundi samt. Huh, fundir. Kannski verra með krakkana í Hafnarfirði, tónfræðapróf í vikunni á eftir, síðasti tími fyrir próf á þriðjudag/miðvikudag.

kannski verð ég ekki veik. Er hins vegar (nokkurn veginn) búin að læra þetta með að vera veik þegar ég er það. Bara tómt rugl að harka af sér og mæta, maður smitar í kring um sig og verður svo mun veikari, lengur að ná sér, meira tap fyrir alla. Hmm.

0 Responses to “Var að hlusta á Orð skulu standa, netútsending er …”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 375.120 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: