Sarpur fyrir 13. febrúar, 2005

2. þáttur af Ørnen búinn, hvað sem tót segir þá er…

2. þáttur af Ørnen búinn, hvað sem tót segir þá eru þetta fínir þættir. Satt samt að íslenskunni hans hrakar óðum, er nú ekki viss um að hann tali íslenskuna með annarri rödd eins og einhver (Nanna held ég) sagði en hann er amk ekki að vanda sig eins mikið með frasana og í fyrsta þættinum.

Ætli hann komist eitthvað til Íslands í þáttunum?

ó mæ god, ég er að blogga um sjónvarpsseríu! öðruvísi mér áður brá…

Tókst loksins að horfa á allar LOTR myndirnar í ei…

Tókst loksins að horfa á allar LOTR myndirnar í einni lotu, lengdu útgáfurnar. Tók um 11 tíma, 11 1/2 með einni pizzupásu. Snilldin tær og hrein.

Vinur okkar á mega heimabíó sko, skjá sem er megnið af stofuveggnum, hágæða myndvarpa og hljóðkerfi DAUÐANS. Við sátum þar til við vorum aum í afturendum, stóru stelpurnar sofnuðu í lokin. Skildum reyndar yngri krakkana eftir hjá ömmu og afa, þau hefðu aldrei haldið þetta út.

Gerir maður varla aftur. Annars væri ég til í annað skipti án texta. Var að reyna að fá þetta textalaust en fékk ekki í gegn, út af stelpunum. Ekki að Fífu hefði ekki verið sama, marghorft á myndirnar og mjög góð í ensku, en dætur vinarins ekki eins vel undirbúnar.


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa