Sarpur fyrir 16. febrúar, 2005

Var að hlusta á hana Hildigunni frænku mína Halldó…

Var að hlusta á hana Hildigunni frænku mína Halldórsdóttur spila yfir prógrammið sitt, sem hún flytur á 15.15 tónleikum í Borgarleikhúsinu á laugardaginn var (klukkan hvað? jú, 15.15, hehe) Hvet fólk til að mæta, flott prógramm og fínn flutningur hjá henni. Ekki skaðar að hún er að frumflytja eftir mig lítið verk, Rondo burlesco, tekur um 6 mínútur.

Hitt á efnisskránni er Telemann fantasía (hmm, var það Es-dúr? man ekki), Bach partíta í d-moll (þessi með stórkostlegu Chaconnunni), þessi tvö verk eru spiluð á barrokkfiðlu, síðan eftir hlé er mitt verk og svo Offerto eftir Hafliða Hallgrímsson, ekkert smá magnað verk. Var skíthrædd um að litla verkið mitt yrði eins og krækiber í helvíti innan um þessa stórlaxa, en eiginlega er það bara ágætis brú frá barrokkinu yfir í Hafliða – eða það finnst mér 🙂

Búin að bóka ferð til Ítalíu í sumar, Króatía klár…

Búin að bóka ferð til Ítalíu í sumar, Króatía kláraðist, ætluðum eiginlega þangað. Var nóg pláss á föstudaginn var en það hafa greinilega ansi margir verið að skoða bæklinginn í góða veðrinu um helgina og pantað sér far í sólina. Allt búið á mánudeginum. En hei, ég held að Rimini sé meira spennandi kostur, miklu meira við að vera þar. Svolítið dýrara, þó, ferðin svipuð en mun dýrara að lifa á Ítalíu.

Það væri synd að segja að ég hlakki til að keyra i…

Það væri synd að segja að ég hlakki til að keyra inn í Hafnarfjörð á eftir. Best að leggja vel snemma af stað og lúsast þetta.

Útstáelsi á okkur. Bæði búin að kaupa miða á Óliv…

Útstáelsi á okkur. Bæði búin að kaupa miða á Óliver fyrir alla fjölskylduna, og svo á Toscu fyrir okkur Jón Lárus og Fífu. Vá hvað ég hlakka til 🙂

enn er Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn að sna…

enn er Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn að snapa upp allt sem er mögulega hægt að væla um.

nú eru það kettirnir. Mér líst vel á þessar reglur sem á að setja, lausaganga leyfð en skylda að eyrnamerkja og skrá ketti, og svo að gelda högna.

sjallarnir væla yfir óréttlæti þess að þeir sem eigi læður þurfi ekki að láta kippa þeim úr sambandi og svo vilja þeir ekki láta skrá kettina, þar sem það sé augljóslega verið að búa í haginn fyrir seinni tíma skráningargjald. Ekkert að spá í að bæði er ófrjósemisaðgerð á læðum mun dýrari og miklu meiri aðgerð en fyrir högna, og svo það að læður eru ekki mikið í því að merkja sér svæði með tilheyrandi fýlu. Eyrnamerking og skráning er frábær leið til að finna kisuna sína aftur/kattarræfillinn að komast heim, skyldi dýrið týnast, ásamt því að vera stór plús fyrir borgina (=skattgreiðendur), mun einfaldara að koma týndum dýrum á sinn stað), sem sagt gott fyrir alla aðila. Ég skal hins vegar taka undir mótmælin þegar/ef að því kemur að skráningargjald liggi fyrir.

mín læða er bæði eyrnamerkt og skráð + tekin úr sambandi. Dettur ekki annað í hug.


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa