Sarpur fyrir 5. febrúar, 2005

Var að hlusta á Orð skulu standa, netútsending er …

Var að hlusta á Orð skulu standa, netútsending er bara snilld. Hlusta yfirleitt á endurútsendinguna á miðvikudögum á leið í vinnuna, stundum man ég ekki eftir að kveikja, stundum þarf ég að mæta fyrr. Amk frábært að geta hlustað á netinu. ADSL rokkar.

annars er ég hrædd um að ég sé að falla í flensuna eða eitthvað. Væri dæmigert; maður heldur sér uppi meðan maður verður, svo kemur hrunið. Held mér uppi á morgun, get ekki gert Óliver og Elfu Rún það að verða veik á morgun.

Svo er reyndar aðalfundur Tónverkamiðstöðvar á mánudaginn. Ég er í stjórn en þau þola nú alveg að vera án mín á fundi samt. Huh, fundir. Kannski verra með krakkana í Hafnarfirði, tónfræðapróf í vikunni á eftir, síðasti tími fyrir próf á þriðjudag/miðvikudag.

kannski verð ég ekki veik. Er hins vegar (nokkurn veginn) búin að læra þetta með að vera veik þegar ég er það. Bara tómt rugl að harka af sér og mæta, maður smitar í kring um sig og verður svo mun veikari, lengur að ná sér, meira tap fyrir alla. Hmm.

síðustu æfingu fyrir SÁ tónleika lokið, ég þurfti …

síðustu æfingu fyrir SÁ tónleika lokið, ég þurfti ekki að setja upp hauspokann í Mendelssohn í dag, en ég vona nú samt að hann verði enn betri á morgun. Ennþá svolítið þungur.

Annars er ekkert smávegis mikið af tónleikum á morgun. Fernir tónleikar sem fjölskyldan tekur þátt í. SÁ klukkan fimm, útgáfutónleikar Kórs Áskirkju á sama tíma, (þar syngur Hallveig systir), mamma og pabbi að syngja í Dvorák messu í Hjallakirkju um kvöldið og svo eru Caput tónleikar, einnig um kvöldið, þar eru frændsystkin mín að spila. Jú, og ætli sé ekki sýning á Óliver fyrir norðan, þar sem Óli bróðir syngur. Hvernig er það annars, Þorbjörn, ert þú ekkert að syngja á morgun?


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa