Sarpur fyrir 11. febrúar, 2005

P-dagurinn er í dag. Við klikkuðum að sjálfsögðu …

P-dagurinn er í dag. Við klikkuðum að sjálfsögðu ekki á því.

bættist við ein ný pöntun í gær, en mér sýnist ver…

bættist við ein ný pöntun í gær, en mér sýnist vera búið að létta þrýstingnum af Vídalínsmessunni, verður flutt í haust í stað fyrsta maí. Bara fínt. Hefði alveg klárað en betra svona.

Er að skrifa dúetta fyrir Hallveigu og Eyva. Árni Heimir spilar með þeim á tónleikum í Salnum í apríl. Nota texta úr Vísum fyrir vonda krakka eftir hann Davíð Þór, algjör snilldarbók. Náði loksins í höfundinn og að venju var auðsótt mál að fá að nota vísurnar. Í útlöndum (flestum amk) er þvílíkt mál að fá leyfi til að nota texta, flest þýsk tónskáld eru alltaf að vinna með Schiller og Göthe og alla hina sem eru dottnir úr höfundarrétti, þar sem handhafar höfundarréttar (yfirleitt útgefendur) eru erfiðir og dýrir við að eiga. Þýski prófessorinn minn trúði mér varla þegar ég sagði honum að hér á landi hringdi maður bara í skáldið og fengi leyfi, yfirleitt ekkert vandamál.

Að sjálfsögðu þarf samt að fá leyfi útgefanda hér ef til stendur að gefa verkin út eða dreifa í miklum mæli. Ég sagði við Davíð að ef til slíks kæmi myndi útgefandinn minn tala við útgefandann hans.


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

febrúar 2005
S M F V F F S
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728  

sagan endalausa